Rannsóknarstyrkir & fræðaskrif

Rannís - Rannsóknarsjóður

Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Með hugtakinu vísindarannsóknum er átt við allar tegundir rannsókna; grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir.

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Rannís: http://www.rannis.is/sjodir/rannsoknasjodur/umsokn-og-upplysingar/

Rannís - Rannsóknarnnámssjóður

Hlutverk Rannsóknarnámssjóðs er að veita styrki til rannsóknartengds framhaldsnáms við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki, hvorttveggja í námi á Íslandi og erlendis.

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Rannís: http://www.rannis.is/sjodir/rannsoknarnamssjodur/

Rannís - Nýsköpunarsjóður námsmanna

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Frá stofnun 1992 hefur sjóðurinn unnið sér nafn og gott orð fyrir vinnu mörg hundruð námsmanna og verkefna sem þeir hafa leyst af hendi fyrir tilstyrk sjóðsins.

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Rannís: http://www.rannis.is/sjodir/nyskopunarsjodur-namsmanna/

Launasjóðir fræðiritahöfunda

Meginhlutverk sjóðsins er að auðvelda samningu bóka, og verka í stafrænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Rannís: http://www.rannis.is/sjodir/launasjodur-fraediritahofunda/

Launasjóður rithöfunda

Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er að greiða úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku.

Umsóknir eru á rafrænu formi á vef stjórnarráðsins: http://umsoknir.stjr.is

Bókmenntasjóður

Hlutverk hans er að efla íslenskar bókmenntir og bókaútgáfu. Sjóðurinn rækir hlutverk sitt m.a. með því að : styrkja þýðingu erlendra og útgáfu íslenskra/erlendra vandaðra fræðirita og kennslugagna sem eru til þess fallin að efla íslenska menningu; sinna öðrum verkefnum er falla undir verksvið stjórnar bókmenntasjóðs.

Umsóknareyðublað má finna á vefsíðu Bókmenntasjóðs: http://www.bok.is/islenska/styrkumsoknir/

Norrænir þýðingarstyrkur

Markmiðið með styrkjaáætluninni er að stuðla að fleiri útgáfum vandaðra norrænna bókmennta á öðrum tungumálum en því upprunalega. Með áherslu á tengsl norrænu þýðingastyrkjanna við hvert málsvæði fyrir sig er stefnt að því að efla og auka dreifingu þýddra norrænna bókmennta og ýta þannig undir skilning á þeim.

Umsóknareyðublað má finna á vefsíðu Bókmenntasjóðs: http://www.bok.is/islenska/norraenar-thydingar/umsokn-um-norraenan-thydingarstyrk/

 

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is