Launasjóðir & verkefnastyrkir

Starfslaun listamanna – sviðslistasjóður

Starfslaunum listamanna er úthlutað samkvæmt lögum um listamannalaun nr. 57/2009 og reglugerð um listamannalaun nr. 679/1997 ásamt síðari breytingum nr. 789/2004 og nr. 782/2007. Starfslaun listamanna eru veitt úr sex sjóðum: Launasjóði hönnuða, launasjóði myndlistarmanna, launasjóði rithöfunda, launasjóði sviðslistafólks, launasjóði tónlistarflytjenda og launasjóði tónskálda. Starfslaun eru veitt til 6, 9, 12, 18 eða 24 mánaða. Heimilt er að úthluta starfslaunum til skemmri tíma en hálfs árs, þó aldrei skemur en til þriggja mánaða. Einnig er heimilt að úthluta starfslaunum til lengri tíma, þó aldrei lengur en til 36 mánaða.

Umsóknir eru á rafrænu formi á vef stjórnarráðsins: http://umsoknir.stjr.is

Leiklistarráð

Menntamálaráðuneytið veitir styrki til einstakra leiklistarverkefna sjálfstæðra leikhópa eða samfellds starfs til lengri tíma og er afstaða tekin til skiptingar fjárins eftir eðli umsókna og framlagi á fjárlögum hverju sinni.?Leiklistarráð gerir tillögu til menntamálaráðuneytisins um úthlutun fjár sem veitt er í fjárlögum til stuðnings atvinnuleikhópum, sbr. 14. gr.

Umsóknareyðblöð má nálgast á vefsíðu menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/sjodir-og-eydublod/menningarmal/nr/1819

Menningarmálaráð Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum styrki til verkefna sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda.

Umsóknir eru á rafrænu formi á vef Reykjavíkurborgar: http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1515

Listir og önnur menningarmál - MMR

Styrkir eru veittir til verkefna á sviði menningarmála sem falla ekki undir aðra sjóði eða fjárveitingar á vegum ríkisins. Um er að ræða fé á fjárlagaliðum 02-919 1.98 Söfn, ýmis framlög menntamálaráðuneytis, 02-983 1.10 Fræðistörf, 02-984 1.10 Norræn samvinna og 02-999 1.98 Ýmis framlög menntamálaráðuneytis.

Umsóknareyðblöð má nálgast á vefsíðu menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/sjodir-og-eydublod/menningarmal/nr/968

Leikritunarsjóðurinn Prologos

Leikritunarsjóðurinn Prologos starfar við Þjóðleikhúsið og er honum ætlað að efla íslenska leikritun og hvetja til nýsköpunar í leikhúsinu. Óhætt er að segja að sjóðurinn hafi boðið leikhúsfólki mikilsverð tækifæri til að vinna að list sinni, en þegar hafa sjö leikskáld og fimm leiksmiðjuverkefni, þar af eitt dansverkefni hlotið styrk úr sjóðnum.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Þjóðleikhússins www.leikhusid.is eða með því að senda tölvupóst á prologos@leikhusid.is

Kvikmyndasjóður

Hlutverk Kvikmyndasjóðs er að efla íslenska kvikmyndagerð með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmynd, sem styrkt er af Kvikmyndamiðstöð Íslands, skal hafa íslenska menningarlega skírskotun nema sérstök menningarleg rök leiði til annars. Veittir eru m.a. styrkir til: til stuttmyndagerðar (þ.m.t. dansstuttmyndir) og til heimildamyndagerðar (þ.m.t. heimildamyndir um dans).

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands: http://www.kvikmyndamidstod.is/Kvikmyndasjodur/Umsoknir/

Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur

Markmið sjóðsins er að stuðla að heilbrigðu líferni og bættu mannlífi og efla menntir, menningu og íþróttir. Markmiðum sínum hyggst sjóðurinn ná með því að styrkja einstaklinga, verkefni og félög til mennta, framtaks, athafna og keppni - ekki síst á alþjóðlegum vettvangi.

Umsóknareyðublöð má nálgast á vefsíðu Minningarsjóðsins: http://www.minningmargretar.is/

Þjóðhátíðarsjóður

Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf.

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Seðlabanka Íslands: http://www.sedlabanki.is/?PageID=28

 

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is