Erlent samstarf

Menningarsjóður Íslands og Finnlands

Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir eru öðru fremur veittir einstaklingum, stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á.

Umsóknareyðublað má finna á vefsíðu menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/sjodir-og-eydublod/menningarmal/nr/1837

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn

Samkvæmt stofnskrá er fé veitt úr sjóðnum til samstarfs á breiðum grundvelli; til vísinda, félagsstarfs, kennslumála og fleira en þó einkum til menningarmála. Ekki má snerta höfuðstól en veitingar úr sjóðnum byggja á árlegum arði. Fé er veitt til einstakra verkefna, ekki síst ferðastyrkir sem stuðla að gagnkvæmum kynnum og samvinnu.

Umsóknareyðublað má finna á vefsíðu menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/sjodir-og-eydublod/menningarmal/nr/1844

Framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs

Árið 1994 ákváðu norsk stjórnvöld að leggja til árlegt framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs sem Haraldur V Noregskonungur kynnti í heimsókn sinni til Íslands vegna 50-ára afmælis íslenska lýðveldisins. Framlaginu skyldi ráðstafað í samráði íslenska menntamálaráðuneytisins og norska menningar- og kirkjumálaráðuneytisins. Hið árlega framlag er nú um 1.250.000 norskar krónur.

Markmið framlagsins er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi Noregs og Íslands og geta Norðmenn og Íslendingar sótt um framlag til verkefna sem mikilvæg teljast í báðum löndum og vera líkleg til að leiða til varanlegra tengsla milli fagmanna, listamanna og fræðimanna. Verkefnin skulu endurspegla fjölbreytt listræn form og hafa í senn skírskotun til sögunnar og samtímans.

Leiðbeiningar fyrir umsækjendur

Umsækjendur skulu senda verkefnalýsingu til norska menningar- og kirkjumálaráðuneytisins með upplýsingum um markmið verkefnisins ásamt verkefnis-, framkvæmdar-, fjárhags- og fjármögnunaráætlun. Staðlað umsóknareyðublað er ekki fyrir hendi en umsóknir má senda rafrænt til postmottak@kkd.dep.no eða til Kultur- og kirkedepartementet, Postboks 8030 Dep, N-0030 Oslo.

Fyrirkomulag á mati á verkefnum er sveigjanlegt þannig að ekki er um formlegan umsóknarfrest að ræða. Ráðuneyti beggja landa meta þó umsóknir að jafnaði í mars á hverju ári en ef ástæða þykir til munu umsóknir metnar á öðrum tíma. Að verkefni loknu skal skýrslu skilað til norska menningar-og kirkjumálaráðuneytisins í samræmi við þær reglur sem gilda fyrir ríkisstyrkþega.

Að jafnaði er áhugamannahópum svo sem kórum og hljómsveitum ekki veittur ferðastyrkur. Ekki er greiddur heildarkostnaður verkefna.

Ef þörf er á frekari upplýsingum má hafa samband við norska menningar- og kirkjumálaráðuneytið, s. 0047 22 24 80 01/03 eða postmottak@kkd.dep.no

Dansk-íslenski sjóðurinn, Sáttmálasjóðurinn Dansk Islandsk Fond

Sjóðnum er ætlað að styrkja menningartengsl Danmerkur og Íslands, íslenskt vísinda- og rannsóknastarf svo og nemendur á háskólastigi.

Umsóknarfrestir eru tveir á ári, 1.apríl og 1. október.

Umsóknir skulu sendar Dansk-Islandsk Fond, Sankt Annæ Plads 5, DK-1250 København K á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Sími: +45 3314 8276 eða biðja um umsóknreyðublöð í tölvupósti danskislandskfond@mail.dk

Norrænir styrkir til að efla mennta- og menningarstarf við Eystrasaltsríkin og Norð-vestur Rússland

Markmið styrkveitinganna er að þróa langtíma samstarfsverkefni á sviði æðri menntunar, rannsókna og frjálsra félagasamtaka. Samstarfinu er ætlað að stuðla að áframhaldandi framförum á sviði mennta og menningar í þessum heimshluta, styrkja lýðræðisþróun og treysta samstarfið milli Eystrasaltsríkjanna sjálfra og Norðvestur-Rússlands. Styrkir eru veittir til samstarfsverkefna annars vegar milli stofnana á sviði æðri menntunar og rannsókna, og hins vegar milli frjálsra félagasamtaka. Hægt er að sækja um styrki til samstarfsverkefna í öllum greinum, en eftirtalin viðfangsefni njóta þó forgangs: Börn og ungt fólk, Konur og jafnrétti.

Umsóknareyðublað má finna á vefsíðu menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/sjodir-og-eydublod/menntamal/nr/319

Clara Lachmanns Fond - norrænn menningarsjóður

Sjóður Clöru Lachmann er norrænn menningarsjóður sem veitir styrki til samnorrænna námskeiða, námsferða hópa, þátttöku í ráðstefnum og þingum, undirbúnings ráðstefna og til ýmissa annarra verkefna sem stuðla að nánari samvinnu og aukinni samkennd Norðurlandabúa. Þá eru í undantekningartilvikum veittir styrkir til náms á Norðurlöndum.

Umsóknareyðublöð má nálgast á vefsíðu sjóðsins: http://www.claralachmann.org/

KKNord - Framleiðslutengd verkefni og miðlun

Veittir eru styrkir til allra listgreina og menningarfyrirbæra. Með framleiðslutengdum verkefnum er átt við alls kyns gerðir verkefna, þar sem hið skapandi ferli er í fyrirrúmi. Hægt er að sækja um styrk til allra framleiðsluþátta verkefnis; rannsóknir, framleiðslu, framsetningu og miðlun. Innan þessarar greinar má sækja um styrk til:

Framleiðslu verks, verkefnis og frumkvæðis sem felur í sér skapandi ferli og/eða stefnumót milli listamanna/menningarfrömuða og almennings, miðlun verks, verkefnis og frumkvæðis í ólíku samhengi.

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Norrænu menningargáttarinnar: http://www.kknord.org/lang-is/menningaraaetlanir/ansoekning

KKNord – Hæfnisþróun, gagnrýni og þekkingarmiðlun

Styrkir eru veittir til að skipuleggja og fylgja eftir verkefnum sem stefna að því að auka faglega hæfni innan lista- og menningargeirans. Það getur átt við ólíkar gerðir samstarfs eða samantekt upplýsinga og þekkingar sem þróast faglega hæfni eða reynir á nýjar vinnuaðferðir. Innan þessarar greinar má sækja um styrk til: Hæfnisþróunar og þekkingarmiðlunar í formi námskeiða, smiðja, kennslu (masterclass), og fleira með atvinnumönnum.

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Norrænu menningargáttarinnar: http://www.kknord.org/lang-is/menningaraaetlanir/ansoekning 

KKNord – Ferðastyrkir

Atvinnumenn geta sótt um dvalarstyrk í öðru landi á Norðurlöndunum eða í Eystrasaltslöndunum. Greinin tekur til allrar lista- og menningarstarfsemi á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum: atvinnulistamanna innan allra listgreina, höfunda fagurbókmennta, þýðenda, sýningarstjóra, framleiðenda, menningarritstjóra, og menningarfræðinga o.s.frv. Dvalarstyrkur tekur til sjö sólarhringa dvalar að hámarki. Umsækjandi og notandi verða að vera sama manneskjan og að styrkir eru einungis veittir einstaklingum en ekki hópum.

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Norrænu menningargáttarinnar: http://www.kknord.org/lang-is/menningaraaetlanir/ansoekning

KKNord – Styrkir til tengslaneta

Þú getur sótt um styrk fyrir uppbyggingu tengslanets innan lista-og menningargeirans á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. Styrknum er ætlað að styðja við uppbyggingu tengslanets, efla samstarf ólíkra fagmanna, þróa samvinnu og læra af hver öðrum.

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Norrænu menningargáttarinnar: http://www.kknord.org/lang-is/menningaraaetlanir/ansoekning

KKNord – Styrkir til dvalarsetra (gestavinnustofur)

Dvalarsetur bjóða vinnu-og dvalaraðstöðu fyrir atvinnumenn í listum. Áætlunin veitir einnig gestastyrki til einstakra dvalarsetra listamanna sem taka á móti atvinnumönnum í lista- og menningarstarfi frá Norðurlöndunum. Hvert dvalarsetur fær árlega gestastyrk fyrir dvöl 2-4 listamanna en styrkirnir eiga að kosta ferðir og upphald í u.þ.b. tvo mánuði. Setrin velja listamennina eftir sínum eigin reglum.

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Norrænu menningargáttarinnar: http://www.kknord.org/lang-is/menningaraaetlanir/ansoekning

Norræni menningarstjóðurinn (Nordic Cultur fond)

Sjóðurinn starfar á grundvelli samnings milli Norðurlandanna undirrituðum 1966, með síðari breytingum 1975 og 1990. Markmið Norræna menningarsjóðsins er að stuðla að aukinni þátttöku almennings í norrænu menningarsamstarfi og stuðla að þróun menningarlífs á Norðurlöndum, nýsköpun, tilraunastarfi og þverfaglegu samstarfi. Sjóðurinn veitir fé til norrænna samstarfsverkefna á sviði rannsókna, menntamála og menningar. Styrkir eru einnig veittir til samstarfs á alþjóðlegum vettvangi ef kynna á norræna menningu og menningarstefnu. Fé úr sjóðnum er fyrst og fremst veitt til tímabundinna verkefna og þurfa að jafnaði þrjú norræn ríki eða sjálfstjórnarsvæði að eiga hlut að máli.

 Umsóknareyðublöð má nálgast á vefsíðu Norræna menningarsjóðsins: http://www.nordiskkulturfond.org/

Grænlandssjóður

Grænlandssjóður starfar samkvæmt lögum nr. 102/1980. Hlutverk Grænlandssjóðs er að stuðla að nánari samskiptum Íslendinga og Grænlendinga og veitir sjóðurinn styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu forsætisráðyneytisins: http://www.forsaetisraduneyti.is/Graenlandssjodur/

Þjóðhátíðargjöf Norðmann

Samkvæmt skipulagsskrá fyrir sjóðinn er tilgangur hans „að auðvelda Íslendingum að ferðast til Noregs. Í þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum, samtökum og skipulögðum hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli“. Í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur beri sjálfir dvalarkostnað í Noregi

Norðurlandaskrifsofa tekur við styrkumsóknum og veitir nánari upplýsingar: http://www.forsaetisraduneyti.is/nordurlandaskrifstofa/

Gestaíbúð Villa Bergshyddan í Stokkhólmi

Villa Bergshyddan er endurnýjað hús frá 17. öld, nálægt miðborg Stokkhólms. Íbúðin er þrjú herbergi og eldhús. Lista- og fræðimenn frá höfuðborgum Norðurlandanna gefst kostur á að sækja um dvöl þar, að jafnaði 10 daga hverjum, sér að kostnaðarlausu. Umsókn (á Norðurlandamáli), þar sem tiltekið er tímabilið sem óskað er eftir og markmið dvalarinnar, skal send til:?Hässelby slott, Box 520, S-162 15 Vällingby, Sverige.

Sérstök eyðublöð þarf ekki. Ef þörf krefur veitir Jón Björnsson, jonben@rvk.is, framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála, nánari upplýsingar í Ráðhúsi Reykjavíkur, sími: 563 2000

Gammel Have í Danmörku

Húsið "Gammel Have" í Ringe á Fjóni stendur norrænum rithöfundum og öðrum listamönnum til boða. Húsið er í eigu Minningarsjóðs Hans Peder Hansen og Margrethe Hansen. Í húsinu eru stofa, vinnuherbergi, 2 svefnherbergi með 3 rúmum, eldhús og bað. Húsgögn, sængur, sængurföt og handklæði eru til staðar. Stór garður. Brautarstöð og búðir u.þ.b. 3 km í burtu, rúta stoppar 1/2 km frá húsinu. Dvalartími eftir samkomulagi, venjulega mánuður eða meira. Leigan er DK 1200 á mánuði, en DK 2000 í júní, júlí og ágúst. Ljós og hiti innifalið í leigu. Sími greiðist sérstaklega.

Umsóknir sendist til: Advokat Peder Flint Jensen, Centrumpladsen 2, DK-5700 Ringe, sími: +45 6262 39 00.

Listamannaíbúðir í Rogalandi. Yfirvöld í Rogalandi í Noregi bjóða rithöfundum, og öðrum listamönnum sem vilja heimsækja Rogaland, ókeypis íbúðir. ætlunin er að gefa innlendum og erlendum listamönnum tækifæri til að upplifa menningu og umhverfi á svæðinu.

Umsóknir um dvöl í Rogalandi sendist til: Rogalands fylkesbibliotek, Postboks 310/320, N-4001 Stavanger, Norge, fax: +47 51 50 70 25

Listamannaíbúðir í Hirsholmene

Hirsholmene eru eyjar í tæplega klukkutíma siglingu frá Frederikshavn í Danmörku. Dansk Kunstnerråd hefur tekið tvö hús í eyjunum á leigu og hyggst nota þau sem íbúðir fyrir listamenn sem eiga aðild að ráðinu. Meðlimum í listamannasamtökum á öðrum Norðurlöndum gefst einnig kostur á að sækja um dvöl í eyjunum í a.m.k. einn mánuð í senn. Leigan er u.þ.b. 2000 danskar krónur.

Nánari upplýsingar veitir: Dansk Kunstnerråd, Amagertorv 13.3, DK-1166 Köbenhavn-K, Danmark, sími: +45 33 32 82 92, fax: +45 33 32 82 09

Loftbrú – Talía

Loftbrú Reykjavíkur til þess að styðja við bakið á framsæknum leikurum, dönsurum, söngvurum, leikmynda- og búningahöfundum, leikstjórum og leikskáldum sem hefur verið boðið að sýna list sína á erlendri grund.

Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á vefsíðu Félags Íslenskra Leikara: www.fil.is

Útflutningsráð

Útflutningsráð er leiðandi í skipulagningu á þátttöku íslenskra fyrirtækja í vörusýningum og kaupstefnum ytra og gegna þær mikilvægu hlutverki í markaðssetningu fyrirtækja erlendis. Starfsmenn Útflutningsráðs skipuleggja m.a. sýningar erlendis en með ráðgjöf, fræðslu og upplýsingamiðlun tryggja starfsmenn Útflutningsráðs markvissa, fagmannlega og árangursríka framgöngu íslenskra fyrirtækja á sýningum erlendis. Ávinningur íslenskra fyrirtækja af sameiginlegri þátttöku í sýningum undir hatti Útflutningsráðs er mikill en öll stefna þau að sama marki: kynna vörur eða þjónustu, efla ímynd fyrirtækisins, treysta viðskiptatengsl og stofna til nýrra, kynnast stefnum og straumum í atvinnugreininni.

Nánari upplýsingar um þjónustu má finna á vefsíðu Útflutningsráðs: http://www.icetrade.is/THjonusta/Syningar/

Skrifstofa útflutningsþjónustu

Viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands erlendis liðsinna íslenskum fyrirtækjum, ferðaþjónustuaðilum og menningarlífi á erlendum mörkuðum. Hlutverk skrifstofu útflutningsþjónustu er að styrkja samkeppnisstöðu og efla árangur íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum; sinna kynningu á Íslandi sem áfangastað ferðamanna í nánu samstarfi við hagsmunaðila innanlands, stýra samstarfi utanríkisþjónustunnar og íslenskra aðila á sviði menningarkynningar og –viðskipta. Allar sendiskrifstofur Íslands erlendis sinna viðskiptaþjónustu, ferðamálum og menningarkynningu. Í níu sendiráðum eru starfandi sérstakir viðskiptafulltrúar sem tengjast jafnframt Útflutningsráði skv. samstarfssamningi utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráðs.

Nánari upplýsingar um þjónustu má finna á: http://www.utanrikisraduneyti.is/malaflokkar/vidskiptamal/vidskiptathjonusta/

Aðrir norrænir sjóðir

Nánari upplýsingar um þjónustu má finna á: http://www.akmennt.is/nu/styrkir.htm

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is