Barnamenning

Sprotasjóður (Þróunarsjóður) leik-, grunn- og framhaldsskólaskóla

Tilgangur sjóðsins er að efla nýjungar, tilraunir og nýbreytni í skipulagi náms, kennsluháttum og námsgögnum. Auglýst er eftir umsóknum um styrki á þremur forgangssviðum: Heildarskipulag kennsluhátta og samfella milli skólastiga; Skapandi hugsun, samstarf, jafnrétti og lýðræði í skólastofunni; Umhverfisvitund og sjálfbær þróun. Auk þess var auglýst eftir almennum þróunarverkefnum.

Verið er að setja sjóðinn saman og verður hægt að nálgast umsóknareyðublöð á vefsíðu menntamálaráðuneytisins undir sjóðir og eyðbublöð – skólar. 

Þróunarsjóður námsgagna

Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Umsóknareyðblöð má nálgast á vefsíðu menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/sjodir-og-eydublod/menntamal/nr/4365

Barnamenningarsjóður

Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku þeirra. Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.

Umsóknareyðblöð má nálgast á vefsíðu menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/sjodir-og-eydublod/menningarmal/nr/1820

Æskulýðssjóður

Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftirtalin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Úthlutað er til: sérstakra verkefna sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra; Þjálfunar forustufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða; Nýjunga og þróunarverkefna; Samstarfsverkefna æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Hvorki er heimilt að styrkja árvissa eða fasta viðburði í félagsstarfi, svo sem þing, mót eða þess háttar viðburði, né ferðir hópa.

Umsóknareyðblöð má nálgast á vefsíðu menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/ithrottiraeskulydsmal/sjodir/nr/2583

ÍTR

Veitt er fjármagn til þróunarverkefna í æskulýðsstarfi.

Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu ÍTR.

Hitt Húsið- Skapandi sumarstörf

Hópum eða einstaklingum býðst að starfa á tímabilinu 2.06.-28.07.´09. í 8 vikur við framkvæmd eigin verkefna á sviði lista. Skila þarf inn umsókn þar sem fram koma eftirfarandi upplýsingar um verkefnið:

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Hins Hússins: http://www.hitthusid.is/category.aspx?catID=408

Norrænir styrkir til æskulýðsstarfsemi (NORBUK)

Norræna barna og æskulýðsnefndin veitir í umboði Norrænu ráðherranefndarinnar norrænum barna- og æskulýðssamtökum, félögum og hópum styrki til æskulýðsstarfsemi. Markmiðið með styrkveitingum er að styrkja norræna sjálfsvitund með því að efla þátttöku, skilning og áhuga hjá börnum og unglingum á málefnum er varða menningu, stjórnarhætti og félagslega þætti á Norðurlöndum. Verkefnastyrkir eru veittir til samvinnuverkefna sem barna- og ungmennasamtök og sjálfstæðir barna- og ungmennahópar á Norðurlöndum inna af hendi. Til að eiga rétt á styrk verða þrjú Norðurlönd að taka þátt eða tvö ef eitt landanna er Grænland, Ísland, Færeyjar, Austur-Finnland eða Norðurkollusvæðið. Styrkir eru aðeins veittir þátttakendum undir 25 ára aldri.

Umsóknareyðublað má finna á vefsíðu menntamálaráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/sjodir-og-eydublod/menningarmal/nr/1841

 

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is