Glamúr, kraftur og dansgleði hjá Íslenska dansflokknum

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Hin lánsömu á föstudaginn 27. Apríl, splunkunýtt dansverk eftir Grímuverðlaunahafann Anton Lachky.

Hin lánsömu er kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi. Með því að fylgja settum reglum er þeim tryggt að líf þeirra sé hamingjuríkt og gæfusamt. Mundir þú fylgja hvaða reglu sem er ef það mundi tryggja hamingju þína og lánsemi? Sérstaklega ef ein reglan bannar þér að yfirgefa húsið þitt.

Thursday, 26. April 2018

Alþjóðlegi dansdagurinn 29.apríl Tjáningarformi dansins fagnað

Alþjóðlegi dansdagurinn er næstkomandi sunnudag en hann var stofnaður árið 1982 af dansdeild Alþjóðlegu leikhúsmálastofnunar UNESCO - ITI. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert þann 29.apríl um heim allan. Dagsetningin er til minningar um fæðingardag Jean-Georges Noverre, sem fæddist árið 1727 en Noverre var mikill dansumbótasinni og hafði víðtæk áhrif á þróun danslistar í Evrópu á sínum tíma. Markmið Alþjóðlega dansdagsins er að yfirstíga pólitískar, menningarlegar og siðfræðilegar hindranir og færa fólk nær hvert öðru í friði og vináttu með sameinginlegu tungumáli – dansinum.

Thursday, 26. April 2018

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is