Macho Man sýnir á Austurlandi

Tuesday, 24. October 2017

Dansverkið Macho Man flakkar um Austurland dagana 25.-28.október. Sýnt verður á Neskaupsstað, Eskifirði, Seyðisfirði og að lokum á Egilsstöðum.

Í dansverkinu „Macho man“ stígur Saga Sigurðardóttir dansari á svið og galdrar fram tvíræðan heim þar sem karlmannlegar hreyfingar eru nýttar til að skapa samhljóm á milli kvenkyns dansara og þess hreyfimynsturs sem við kennum við karlmennsku. Pungsveitt veröld mexíkóskrar glímu, rokkstjarna og líkamsræktarkappa í frumlegu og metnaðarfullu verki Katrínar Gunnarsdóttur danshöfundar.

 

Dansverkið Macho Man flakkar um Austurland dagana 25.-28.október. Sýnt verður á Neskaupsstað, Eskifirði, Seyðisfirði og að lokum á Egilsstöðum.

Í dansverkinu „Macho man“ stígur Saga Sigurðardóttir dansari á svið og galdrar fram tvíræðan heim þar sem karlmannlegar hreyfingar eru nýttar til að skapa samhljóm á milli kvenkyns dansara og þess hreyfimynsturs sem við kennum við karlmennsku. Pungsveitt veröld mexíkóskrar glímu, rokkstjarna og líkamsræktarkappa í frumlegu og metnaðarfullu verki Katrínar Gunnarsdóttur danshöfundar.

Þeir staðir sem Macho Man mun heimsækja eru:

25. október - Egilsbúð á Neskaupsstað
26. október - Valhöll á Eskifirði
27. október - Herðubreið á Seyðisfirði
28. október - Sláturhúsið á Egilsstöðum
Sýningarnar hefjast kl: 20:00
Miðaverð 2000 kr

Macho Man var frumsýnt á sameiginlegri hátíð Lókal og Reykjavík Dance Festival árið 2015 við frábærar viðtökur og var tilnefnt til menningarverðlauna DV árið 2016 í flokki danslistar ásamt því að hljóta tvær tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna. Síðan hefur verkið verið sýnt víða, meðal annars á Act Alone einleikjahátíðinni á Suðureyri og í Mengi í Reykjavík.

Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur hefur með frumlegum og djörfum sýningum vakið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis. Katrín hlaut Grímuna sem dansari ársins 2017 fyrir verk sitt Shades of History og var einnig tilnefnd til Menningarverðlauna DV.

Nánari upplýsingar um viðburðinn: https://www.facebook.com/events/1273617662767298/

Hægt er að fylgjast með Katrínu hér á samfélagsmiðlum:
https://www.facebook.com/katrin.gunnarsdottir.choreographer/
https://www.instagram.com/katringunnarsdottirco/
www.katringunnarsdottir.com

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is