SOLO Undankeppni Stora Daldansen

Wednesday, 11. October 2017

Sunnudaginn 15.október kl.16:00 í Klassíska Listdansskólanum Grensásvegi 14.

Sunnudaginn 15.október næstkomandi munu upprennandi dansarar spreyta í klassískum ballett í sal Klassíska Listdansskólans við Grensásveg. Um er að ræða undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænu einstaklingskeppnina í klassískum listdansi sem haldin verður í Falun í Svíþjóð dagana 27.-28. mars næstkomandi. Það er Félag íslenskra listdansara sem stendur fyrir undankeppninni hérlendis en styrktaraðilar eru dansverslun Arena Ármúla 34 og verslunin Ástund Austurveri.

Undankeppnin SOLO er mikil lyftistöng fyrir klassíska listdansinn hérlendis og er hún mikilvægur vettvangur fyrir íslenska listdansnema til þess að spreyta sig á krefjandi sólóhlutverkum klassískra ballettverka. Með keppninni vill Félag íslenskra listdansara skora á íslenska listdansnema og ýta undir áhuga á klassískum ballett. Þátttökurétt í undankeppnina hafa listdansnemar í öllum listdansskólum innan Félags íslenskra listdansara. 14 keppendur eru skráðir til leiks næstkomandi sunnudag. Gera má ráð fyrir spennandi og skemmtilegri keppni þar sem töfraljómi klassískra ballettverka fær að njóta sín.

Frítt er inn á viðburðinn sem að hefst kl 16.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir,góða skemmtun!

Kær kveðja frá stjórn FÍLD.

 

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is