Félag íslenskra listdansara 70 ára

Sunday, 26. March 2017

Íslensk listdanssena hefur sjaldan verið öflugri

Félag íslenskra listdansara var stofnað 27.mars árið 1947 en stofnun FÍLD markaði upphaf áralangrar baráttu og uppbyggingar á listgreininni hérlendis.

FÍLD stendur fyrir afmælisfögnuði í Dansverkstæðinu Skúlagötu 30, föstudaginn 31.mars. Boðið verður upp á hátíðardagskrá sem hefst með hátíðarskál kl.17 og heldur síðan áfram í formi DANSMARAÞONS frá kl.18 – 21. Aðgangur er ókeypis og eru allir dansarar og dansunnendur velkomnir.

Heimsfrumsýning Marmarabarna er á sama tíma og íslenskir danslistamenn fagna 70 ára afmæli FÍLD í Dansverkstæðinu.

Marmarabörn/Marble Crowd. Ljósmynd: Jóhannes Arlt.

Það er skemmtileg tilviljun að á sama tíma og íslenskir danslistamenn fagna 70 ára afmæli FÍLD hér heima mun sviðslistahópurinn Marmarabörn eða Marble Crowd frumsýna verk sitt Moving Mountains in Three Essays í Þýskalandi. Marmarabörn skipa þau Sigurður Arent, Kristinn Guðmundsson, Katrín Gunnarsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Saga Sigurðardóttir. Marmarabörn hafa unnið að verkinu í Hamborg að undanförnu en sviðslistahópurinn veltir fyrir sér hvort hægt sé að flytja fjöll og hvernig þá ?

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is