VERA

VERA er nýtt dansverk eftir Unu Björgu Bjarnadóttur og er unnið í nánu samstarfi við tónlistarkonuna Sigrúnu Jónsdóttur - SiGRUN.
Vidjólistamenn eru Dagur Benedikt Reynisson og Þórunn Ylfa Brynjólfsdóttir.

Verkið hefur þá sérstöðu að vera spuni frá byrjun til enda; tónlistin, dansinn og vidjóið.

VERA er sýnt í Lækningaminjasafninu, á laugardaginn 25. febrúar og sunnudaginn 26. febrúar kl. 16:00.

Miðaverð er 2000 kr. en því miður er enginn posi á staðnum.
Börn og unglingar undir 16 ára fá frítt.

Friday, 24. February 2017

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is