Úr Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet

Landsliðið í dansi heldur til Austurríkis

Íslenski dansflokkurinn heldur til Austurríkis í nótt þar sem flokkurinn mun sýna dansverkið Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet á Sommerszene í Salzburg 24. júní og 25. júní.

Þess má vænta að dansflokkurinn finni sér stað meðal Austurríkismanna þar sem þau geta stutt íslenska landsliðið í fótbolta í baráttu sinni um að komast í 16 liða úrslit á EM 2016.

Það er alltaf ánægjulegt þegar Íslendingum vegnar vel á erlendri grundu, hvort sem það er í boltanum eða í listgreinum, en sýningar dansflokksins á Black Marrow hafa hlotið mikið lof erlendis og eru áframhaldandi sýningaferðir á dagskrá flokksins á komandi mánuðum.

Wednesday, 22. June 2016

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is