Dansverkið Saving History sýnt í Noregi

Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur er meðal þeirra listamanna sem koma fram á Stamsund Teaterfestival í Noregi, en hátíðin fer fram dagana 24.-28.maí.

Katrín mun sýna sólódansverkið Saving History, en verkið var frumsýnt við frábærar viðtökur á Reykjavík Dance Festival í ágúst 2014 og hefur síðan verið sýnt víða, meðal annars á Act Alone einleikjahátíðinni á Suðureyri og Tanzfest Basel, stórri danshátíð í Sviss. Þekktir sviðslistamenn sýna á hátíðinni í Stamsund, meðal annars leikhópurinn Wakka Wakka, bandaríska listakonan Ann Liv Young og sænski danshöfundurinn Marten Spangberg.

Sunday, 22. May 2016

Langanir og þrár dansaranna í forgrunni

Sýning Íslenska dansflokksins, Persóna, var frumsýnd 4. Maí síðastliðin á Nýja sviði Borgarleikhússins og eru aðeins tvær sýningar eftir, föstudaginn 20. Maí og hátíðarsýning á Listahátíð Reykjavíkur sunnudaginn 22. Maí. Persóna er einstakt og persónulegt danskvöld þar sem frumflutt eru tvö ný dansverk eftir þrjá íslenska danshöfunda þar sem dansarinn sjálfur er í forgrunni.

Tuesday, 17. May 2016

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is