Vera og vatnið

Sunnudaginn 10. apríl frumsýnir Bíbí & blaka nýtt dansverk fyrir börn!

Sýningar verða klukkan 14:00 og 15:30 og fara miðapantanir í gegnum thebirdandthebat@gmail.com.
Sýningafjöldi er mjög takmarkaður og því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst :)

Vera og vatnið er nýjasta verk sviðslistahópsins Bíbí & blaka. Sýningin fjallar um veruna Veru og kynni hennar af allskyns veðri og vindum, stormi, regni og frosti. Hún tekur um 25 mínútur í flutningi og að henni lokinni fá börnin tækifæri til að kanna sviðið og leika sér í sviðsmyndinni.

Sýningin er ætluð 1-5 ára börnum og fjölskyldum þeirra.

Wednesday, 6. April 2016

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is