KVIKA

KVIKA eftir Katrínu Gunnarsdóttur
Reynslan sem býr í líkamanum

Frumsýnt verður 3.mars í Kassanum, Þjóðleikhúsinu en aðrar sýningar eru 5., 11., 12., og 15.mars, en eftir sýninguna 12.mars er svo boðið upp á umræður.

Í dansverkinu Kviku notar danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir þá reynslu sem býr í líkamanum sem efnivið listsköpunarinnar. Kvika skoðar líkamlega nærveru og orkuna sem myndast á milli manneskjunnar á sviðinu og áhorfandans. Hvernig skynjum við hvert annað? Hvenær verður líkamlegt ástand að sameiginlegri upplifun? Hvernig tala hreyfingar til okkar?

Kvika er verk fyrir fimm einstaklinga og áhorfendur.

Katrín Gunnarsdóttir er í fremstu röð ungra danshöfunda og hefur bæði ögrað og skemmt áhorfendum með frumlegum og djörfum sýningum sem vakið hafa verðskuldaða athygli hér heima og erlendis. Hún hlaut Grímuna sem danshöfundur ársins 2013 fyrir sýninguna Coming Up.

Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg

Friday, 26. February 2016

Sónar kynnir íd & rdf svið á Sónar Reykjavík 2016.

Íslenski dansflokkurinn, Reykjavík Dance Festival og Sónar Reykjavík kynna með stolti Íd & RDF dagskrá sem er tileinkuð samspili dans og tónlistar fimmtudaginn 18. febrúar á Sónar Reykjavík í Hörpunni.

Tryggðu þér fimmtudagspassa Íd & RDF á aðeins 4.990 kr og tryggðu þér kvöld fullt af geggjaðri tónlist og trylltum dansi. Vinsamlegast athugið að það er mjög takmarkað magn passa í boði.

Þetta fyrsta samstarf þessara þriggja aðila býður upp á magnaða dagskrá listamanna sem mun án efa skemmta áhorfendum ásamt því að koma þeim út á dansgólfið. Dagskráin inniheldur verkið All Inclusive, stjórnað af Martin Kilvady við tónlist eftir dúettinn Mankan, ásamt framkomu RDF studdra listamannanna Milkywhale og danshöfundarins Sögu Sigurðardóttur í samstarfi við Good Moon Deer.

Friday, 12. February 2016

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is