THE LOVER á Het Theaterfestival

Bára Sigfúsdóttir danshöfundur mun sýna sólóverk sitt THE LOVER á Het Theaterfestival hátíðinni sem fer fram í Brussel þessa dagana. Hátíðin er haldin árlega við upphaf leiklistarársins og samanstendur af sýningum sem vakið hafa athygli á árinu sem leið. Bára frumsýndi THE LOVER þann 27. mars í Beursschouwburg leikhúsinu á Performatik tvíærungs hátíðinni og 50 ára afmæli leikhúsins. Verkið var einnig sýnt á TAZ (Theater aan Zee) hátíðinni í sumar og hefur verið valið sem 1 af 5 verkum CircuitX tengslanetsins (2015-2016) og verður þar að leiðandi sýnt víða í flæmskumælandi hluta Belgíu og Hollandi á komandi ári.

Upplýsingar og dagsetningar framundan:

https://www.facebook.com/events/371426816401939/

Het Theaterfestival: http://www.theaterfestival.be/2015/lover

TAZ (Theater aan Zee): http://taz2015.theateraanzee.be/nl/programma/detail/the-lover-variation-on-location

Circuit X: http://www.circuitx.be

Wednesday, 9. September 2015

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is