Fórn

Fórn

eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson í samstarfi við Matthew Barney, Gabríelu Friðriksdóttur, Ragnar Kjartansson og Íslenska dansflokkinn.

Óhefðbundið opnunarsviðslistaverk Listahátíðar í Reykjavík 2016 á mörkum myndlistar, kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista.

Heimsfrumsýnt í Borgarleikhúsinu föstudaginn 13. maí 2016.
Önnur sýning mánudaginn 16. maí 2016.

Íslenski dansflokkurinn, Shalala, Borgarleikhúsið og Listahátíð í Reykjavík standa saman að viða miklu nýju verki einstakra listamanna sem verður heimsfrumsýnt í upphafi 30. Listahátíðar í Reykjavík 2016. Verkið sem ber titilinn Fórn er unnið í samstarfi Ernu Ómarsdóttur, listdansstjóra Íslenska dansflokksins, og Valdimars Jóhannssonar við listamennina Matthew Barney, Gabríelu Friðriksdóttur og Ragnar Kjartansson sem öll eru þekkt alþjóðlega fyrir verk sín á mörkum myndlistar, kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista.

Friday, 28. August 2015

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is