Fetta og Bretta í Þjóðleikhúsinu.

Barnasýningin Fetta Bretta verður sýnd í Þjóðleikhúsinu nú um helgina. Það er bíbí & blaka sem stendur að baki sýningunni. Hópurinn er fyrsti íslenski hópurinn sem að sérhæfir sig í danssýningum fyrir leikskólabörn. Sýningin var frumsýnd haustið 2013 en hefur síðan þá verið sýnd á hátíðum, leikhúsum og leikskólum hérlendis og erlendis.

Fetta Bretta er danssýning ætluð 1-5 ára börnum og fjallar um systurnar Fettu Flækju og Fléttu Brettu. Þær þurfa að púsla saman umhverfi sínu - ævintýraheimi þar sem form, litir, hreyfingar og hljóð mynda að lokum eina heild. Að lokinni hálftíma sýningu býðst börnunum að koma upp á svið, skoða sig um, leika sér og hitta systurnar.

Saturday, 16. May 2015

Magnað sjónarspil hjá Íslenska dansflokknum

Þriðjudaginn 19. maí mun Íslenski dansflokkurinn frumsýna BLÆÐI: obsidian pieces á Listahátíð í Reykjavík þar sem öllu verður tjaldað til á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þetta er einstakt og kraftmikið danskvöld sem samanstendur af tveimur brotum úr hinu víðförla og margverðlaunaða dansverki Babel (words) eftir Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui, Les Médusées eftir Damien Jalet, sem var upphaflega samið fyrir Louvre listasafnið í París, og Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet við frumsamda tónlist Ben Frost. Black Marrow var upphaflega sýnt á alþjóðlegri listahátíð í Melbourne en birtist hér í nýrri og enn magnaðri útfærslu, sérstaklega gerð fyrir og í samvinnu við Íslenska dansflokkinn.

Saturday, 16. May 2015

Fjögur glæsileg dansverk á Listahátíð - mjög frábrugðin hvert öðru!

Fjögur dansverk verða á Listahátíð í ár og það skemmtilega er að þau eru mjög frábrugðin hvert öðru. Bandaríski dansflokkurinn BANDALOOP sýnir sitt atriði á opnunarhátíð Listahátíðar utan á byggingu, svo er það Svartar fjaðrir, einnig opnunarsviðsverk, í Þjóðleikhúsinu en í því verki kemur fyrir leikur, upplestur, dans og lifandi dúfur!

Þann 19.maí verður svo Blæði frumsýnt í Borgarleikhúsinu, en þá sýnir Íslenski dansflokkurinn verk eftir þrjá heimsþekkta samtímadanshöfunda. Síðast en ekki síst er það svo Shantala Shivalingappa þann 2.júní, en hún er einstakur dansari í fremstu röð, hvort sem um er að ræða klassíska indverska danslist eða vestrænan nútímadans.

13.maí BANDALOOP @Ingólfstorg kl. 17:30 - Frítt

13.maí Svartar fjaðrir @Þjóðleikhúsið kl. 19:30 - Kaupa miða (ath. 5 sýningar)

19.maí Blæði @Borgarleikhúsið kl. 20:00 - Kaupa miða (ath. 3 sýningar)

2.júní Shantala @Borgarleikhúsið kl. 20:00 - Kaupa miða (aðeins 1 sýning)

Thursday, 14. May 2015

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is