BYLTING

Feminísk flóðbylgja í Hörpu föstudaginn 13. febrúar kl.12

Fleiri konur deyja eða tapa heilsu vegna ofbeldis heldur en vegna krabbameins, umferðaslysa, HIV og malaríu ár hvert

Landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu, föstudaginn 13. febrúar næstkomandi í Hörpu klukkan 12.

Byltingin fer fram um heim allan og með samtakamætti munum við láta til okkar taka. Milljarður kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar.

Milljarður rís er einn stærsti viðburður í heimi og er haldinn í samstarfi við tónlistarhátíðina Sónar og RVK Lunch Beat á Íslandi. Á síðasta ári kom saman einn milljarður manna í 207 löndum og dansaði gegn gegn kynbundnu ofbeldi. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og 3.000 manns fylktu liði á dansgólf landsins í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri. Í ár ætlum við að gera enn betur!

Wednesday, 11. February 2015

Íslenski dansflokkurinn fer nýjar leiðir

Föstudaginn 6. febrúar frumsýnir Íslenski dansflokkurinn TAUGAR á Nýja sviði Borgarleikhússins. TAUGAR verður hluti af dagskrá Reykjavík Dance Festival en þetta er í fyrsta skiptið sem flokkurinn tekur þátt í hátíðinni.

Frumflutt verða tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk, BLÝKUFL eftir Sögu Sigurðardóttur og LIMINAL eftir Karol Tyminski.

Thursday, 5. February 2015

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is