Íd dansar í Óperuhúsinu í Osló

Íslenski dansflokkurinn sló í gegn núna í nóvember með sýningunni EMOTIONAL sem sýnd var fyrir troðfullu húsi öll kvöld og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Dansflokkurinn er nú kominn á fullt að æfa næstu uppfærslu flokksins sem ber titilinn Taugar, ásamt því að undirbúa sýningaferð flokksins til Osló.

Þann 13. desember mun Íslenski dansflokkurinn sýna verkið Tímar eftir Helenu Jónsdóttur í Óperuhúsinu í Ósló á Ice Hot. Ice Hot er haldið annað hvert ár en það er vettvangur fyrir dansflokka á Norðurlöndunum þar sem þeir geta kynnt sig og starfsemi sína fyrir umheiminum.

Tuesday, 9. December 2014

Danshöfundafélag Íslands

Stofnfundur Danshöfundafélags Íslands (DFÍ) var haldinn laugardaginn 22. nóvember 2014 í húsnæði Dansverkstæðisins! Um tuttugu danshöfundar voru á fundinum. Nýkjörinn formaður er Katrín Gunnarsdóttir. Ásamt henni skipa stjórn Ásrún Magnúsdóttir ritari, Katrín Ingvadóttir gjaldkeri og Alexander Roberts varamaður.

Meginmarkmið félagsins er að gæta hagsmuna danshöfunda á Íslandi. Félagið sinnir þessu hlutverki meðal annars með því að efla faglega samstöðu og samræðu, vinna að auknum sýnileika atvinnugreinarinnar og standa vörð um höfunda- og hugverkarétt danshöfunda.

Sunday, 7. December 2014

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is