Nýsköpun og ferskleiki í fyrirrúmi hjá Íslenska dansflokknum

Íslenski dansflokkurinn býður upp á sannkallaða dansupplifun þegar flokkurinn frumsýnir EMOTIONAL þann 25. október næstkomandi á Nýja sviði Borgarleikhússins. Frumflutt verða tvö mögnuð dansverk eftir tvo unga og efnilega danshöfunda, Meadow eftir Brian Gerke og EMO1994 eftir Ole Martin Meland.

Tuesday, 21. October 2014

Íslenski dansflokkurinn og Listahátíð í Reykjavík

Íslenski dansflokkurinn og Listahátíð í Reykjavík sameinast í stórverkefni

Á 29. Listahátíð í Reykjavík 2015, þegar 45 ár eru liðin frá því að hátíðin var haldin í fyrsta sinn, mun Íslenski dansflokkurinn frumsýna OBSIDIAN pieces þar sem sýnd verða verk eftir heimsþekkta danshöfunda. Verkin verða frumsýnd 23. maí 2015 á stóra sviði Borgarleikhússins og verða aðeins þrjár sýningar í boði.

OBSIDIAN pieces er einstakt danskvöld sem samanstendur af brotum úr hinu víðförla og geisivinsæla dansverki Babel (words) eftir Sidi Larbi Cherkaoui og Damien Jalet og Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet, sem er sérstaklega útfært fyrir Íslenska dansflokkinn, með frumsaminni tónlist Ben Frost.

Wednesday, 15. October 2014

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is