Dansflokkurinn Fanclub sýnir verkið DEATH í Tjarnarbíó 29. og 30. maí

Dansflokkurinn Fanclub samanstendur af fjórum ungum konum sem fara sínar eigin leiðir og bjóða listamönnum sem þeim þykja spennandi í samstarf. Flokkurinn kynnir nú samstarf við tvo framsækna danshöfunda, Kim Hiorthøy (NO/SE) og Itamar Serussi (IL/NL), en sýningin er í tveimur hlutum og fjalla báðir um dauðann, þetta fyrirbæri sem við horfumst öll í augu við fyrr eða síðar.

Thursday, 22. May 2014

TRÍÓ námskeiðsröðin heldur áfram á Dansverkstæðinu nú í maí

Eftir vel heppnað námskeið með Caroline MacSweeney í janúar höldum við nú áfram dagana 15.- 18. maí.

Að þessu sinni er námskeiðshaldarinn ítalski dansarinn og tónlistarmaðurinn Alessio Castellacci. Hann mun leiða hópinn í vinnu með rödd og hreyfingu. Alessio kannar leiðir til að finna þær hreyfingar sem að röddin skapar í líkamanm og vinnur með að virkja öll skynfærin sem hvata til að leiða fram hreyfingar.

Tuesday, 13. May 2014

Morguntímar í Dansverkstæðinu í maí

Við höldum áfram að bjóða upp á spennandi dans og nú er dagskráin klár út maí.

Nú á þriðjudaginn höldum við áfram með púlið og Katrín Gunnars kemur aftur til að vera með tíma í fimleikaþreki.

Monday, 12. May 2014

SHÄR dansar um landið

Alþjóðlegi listahópurinn SHÄR er staddur á landinu næsta mánuðinn og býður upp á dansvinnusmiðjur og sýningar um allt land.
Hópurinn heimsækir um þessar mundir grunnskóla í Garðabæ og Kópavogi áður en þau halda áfram í ferðalag í kringum landið.

Thursday, 8. May 2014

GUSGUS & R.D.P. bjóða til veislu á vorkvöldi í Reykjavík

Sýningin Á vit… verður sýnd í Hörpu, 8. og 9. maí næstkomandi. Nokkrir af okkar fremstu listamönnum taka höndum saman og bjóða áhorfendum inn í veröld iðandi af lífi og óvæntum uppákomum. Verkið var frumfutt á Listahátíð í Reykjavík 2012 við einróma lof gagnrýnenda og hefur síðan þá verið sýnt víða erlendis við frábærar undirtektir.

Thursday, 8. May 2014

Katrín Gunnars sýnir afrakstur vinnusmiðju

Danshöfundurinn og dansarinn Katrín Gunnarsdóttir hefur verið í vinnusmiðju á Dansverkstæðinu undanfarinn mánuð og sýnir nú afrakstur þeirrar vinnu hér á föstudaginn 9. maí kl 17.
Verkið er rannsókn Katrínar á eigin danssögu og ferli síðustu 15 ár. Eftir sýninguna verður boðið upp á umræður og eru sem flestir hvattir til að koma og taka þátt.

Wednesday, 7. May 2014

Morguntímar í Dansverkstæðinu

Í þessari viku verður dansarinn og danshöfundurinn Erna Ómarsdóttir með tíma í metal aerobics.

Einungis þriðjudag 6. maí og fimmtudag 8. maí kl 10:15-11:45

EKKI MISSA AF ÞESSU!

Tuesday, 6. May 2014

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is