Skrattinn úr Sauðarleggnum

Næstkomandi miðvikudag verður nýtt dans og tónleikaverk frumsýnt. Hægt er að panta miða á leikhus.is, midi.is og í miðasölusíma Þjóðleikhússins 551-1200.

Skrattinn úr Sauðarleggnum er dans og tónleikaverk þar sem forn kveðskapur og íslensk menning er sameinuð samtímadansi og dægurtónlist.

Saturday, 19. April 2014

Olivier leiklistarverðlaun

Valgerður Rúnarsdóttir dansari og danshöfundur dansar í verkinu Puz/zle sem hlaut hin virtu Olivier leiklistarverðlaun við hátíðlega athöfn í Konunglega óperuhúsinu í London í vikunni. Olivier leiklistarverðlaunin veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf á sviði leikhúss, dans og óperu í bresku leikhúsi. Sýningin Puz/zle eftir danshöfundinn Sidi Larbi Cherkaoui var frumsýnt á Avignon sviðslistahátíðinni í Frakklandi sumarið 2012 og hefur ferðast víða um heim síðan.

Saturday, 19. April 2014

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 29.apríl – 4.maí

SKÓLABRÚ

Strákar í Hagaskóla og Seljaskóla semja og sy?na FLASHMOB STRÁKADANS

Verkefnið SKÓLABRÚ er ny?sköpunarverkefni á sviði danslistar í skólastarfi.
Brú á milli ólíkra skóla opnar dyr að samstarfi skólanna þar sem fengist er við áður óþekkt verkefni. Það er spennandi að takast á við ny? verkefni en tilgangur SKÓLABRÚAR er að kynna danslistina og veita nemendum í grunnskólum tækifæri á að takast á við listformið dans á skapandi hátt. Verkefni SKÓLABRÚAR í ár er tileinkað strákum en það ber yfirskriftina DANS ER LÍKA FYRIR STRÁKA.

Strákar í 9. og 10.bekk Hagaskóla og Seljaskóla munu fá lands?ekkta karldansara í skólaheimsókn á Alþjóðlega dansdaginn, þann 29.april, þá Arnar Orra Arnarson og Guðmund Elías Knudsen. Þeir munu standa fyrir danssy?ningu og spjalla við nemendur um listdans og þann fjársjóð sem hann hefur að geyma. Í kjölfarið munu 50 strákar úr Hagaskóla og Seljaskóla taka höndum saman og fara í vettvangsnám í Danslistarskóla JSB. Þar munu þeir taka þátt í krefjandi danssmiðju undir handleiðslu Guðmundar Elíasar Knudsen, dansara og meistaranema í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Strákarnir munu læra að semja og dansa FLASHMOB strákadans en danssmiðjuverkefnið er mikil áskorun fyrir strákahópinn. Stefnt er aðþví að sy?na afrakstur danssmiðjunnar og troða upp í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 2.maí kl.14:00 á Skólamessu Skóla- og frístundasviðs. Aðgangur að sy?ningunni er ókeypis. Allir velkomnir.

Verkefnið SKÓLABRÚ er samstarfsverkefni Danslistarskóla JSB, Listaháskóla slands, Hagaskóla, Seljaskóla og Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur.

Friday, 11. April 2014

ÍD í sýningarferð á Ítalíu

Íslenski dansflokkurinn leggur land undir fót í sýningarferð til Bolzano á Ítalíu. Flokknum hefur verið boðið að sýna í leikhúsinu, Teatro communale þann 5.apríl næstkomandi. ÍD býður upp á fjölbreytt kvöld með þremur ólíkum verkum sem öll hafa slegið rækilega í gegn hjá áforfendum og gagnrýnendum bæði hér á landi og á sýningarferðum erlendis.

Svanurinn eftir Láru Stefánsdóttur. Verkið var frumsýnt árið 2008 og hefur verið sýnt á sýningarferðum flokksins víða um heim og hlotið mikið lof. Svanurinn er lítið ævintýri um mann sem hvílist í faðmi fölnandi minninga sem birtast í vitund hans eins og ljós og skuggar. En í djúpi hjarta hans þekkir hann leyndardóma daga sinna og drauma.

F A R A N G U R eftir Grímuverðlaunahöfundinn Valgerði Rúnarsdóttur. Verkið var frumsýnt í febrúar síðastliðinn og vakti mikla athygli. Innblástur að verkinu er sóttur í minnið og stöðuga mótun þess, hvernig við erum stöðugt að safna í og vinna úr efni í hinu huglæga farangursrými.

Gro?stadtsafari og er eftir Norðmanninn Jo Strömgren. Hann er einn eftirsóttasti danhöfundur Norðmanna og hefur sýnt verk sín víða um heim. Þá hefur hann samið nokkur verk fyrir Íslenska dansflokkinn á undanförnum árum. Gro?stadtsafari fjallar um þá streitu og öngþveiti sem byggist upp í fjölmenni borgarlífsins.

Thursday, 3. April 2014

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is