SCAPE OF GRACE

SCAPE OF GRACE eftir Sögu Sigurðardóttur verður sýnt laugardaginn 1. febrúar kl 23:30 í Hörpu á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Aðeins er um þessa einu sýningu að ræða en verkið var frumsýnt á Reykjavík Dans Festival síðastliðið haust í Listasafni Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar má finna á www.darkmusicdays.is og er hægt að panta miða þar eða í gegnum midi.is

Friday, 31. January 2014

ÓRAUNVERULEIKIR

Fyrir þá sem ekki fengu miða á sýninguna ÓRAUNVERULEIKIR hafa nú tækifæri til þess að tryggja sér miða, auglýstar hafa verið aukasýningar dagana 29.og 30. janúar næstkomandi í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.

Sýningin var frumsýnd þann 16.janúar síðastliðinn og var sýnd fyrir fullu húsi öll kvöld. Þá hafa höfundar verksins hlotið glimrandi móttökur og frábæra dóma.

Nálgast má miða í miðasölu Þjóðleikhússins; midasala@leikhusid.is eða í síma 551-1200

Wednesday, 29. January 2014

Íslenski dansflokkurinn

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir uppfærsluna Þríleik þann 8. febrúar næstkomandi á Stóra sviði Borgarleikhússins. Sýnd verða verkin Tilbrigði, F A R A N G U R og Berserkir. Brotnir hljómar, huglæg farangursrými og sprengikraftur einkenna fjölbreytt kvöld.

Monday, 27. January 2014

Halló!Jörð

HALLÓ!JÖRÐ Í NORRÆNA HÚSINU Á MIÐVIKUDAGSKVÖLD

Sviðslistahópurinn Hello!earth hefur dvalið á Egilsstöðum síðustu þrjár vikur á vegum Wilderness dance verkefnisins sem er hluti af keðju, tengslanets í samtímadansi á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum.

Hópurinn býður þér upp á listamannaspjall um verk sín í Norræna húsinu miðvikudaginn 29. janúar klukkan 20.00

ALLIR VELKOMNIR – TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTI!

Monday, 27. January 2014

Valgerður Rúnarsdóttir

Danshöfundurinn Valgerður Rúnarsdóttir hefur í nógu að snúast þessa dagana en hún er einn af listrænum stjórnendum verksins Óraunveruleikar sem sýnt er í Kassanum. Hún er jafnframt danshöfundur verksins F A R A N G U R sem Íslenski Dansflokkurinn frumsýnir í Borgarleikhúsinu 1. febrúar

Thursday, 23. January 2014

Almenn ánægja með ÓRAUNVERULEIKI

Almenn ánægja með ÓRAUNVERULEIKI

Dansverkið ÓRAUNVERULEIKIR var frumsýnt í Kassanum- Þjóðleikhúsinu, þann 16.janúar síðastliðinn og hlaut afar góðar viðtökur jafnt frá áhorfendum sem og gagnrýnendum. Tvær sýningar eru áætlaðar næstkomandi helgi, 25.og 26.janúar.

Hægt er að nálgast miða hjá miðasölu Þjóðleikhússins;
midasala@leikhusid.is eða í síma: 551-1200.

Wednesday, 22. January 2014

Shalala kynnir

Shalala kynnir

Inn að beini - To the bone
eftir Ernu Ómarsdóttur Valdimar Jóhannsson og fleiri
aukasýning 24 janúar í Kassanum-miðasala á leikhusid.is
aðeins 2200 kr

Sviðslistahópurinn Shalala mun efna til samkomu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og býður ykkur að vera viðstödd einstakan atburð. Skemmtiatriði, gamanmál, fróðleikur, heimspeki, dans, innlit í hulda heima innri meðvitundar, tónlist, ógleði, vellíðan, upplifun, tómleiki og frelsun. Vertu velkominn og hver veit nema líf þitt taki snúning í átt að fullkomnu jafnvægi.

Shalala í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Reykjavík Dance Festival

Hugmynd og listræn stjórnun: Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson
Aðstoðarleikstjóri og dramatúrg:Friðgeir Einarsson
Sérstakur ráðgjafi: Sjón

Hér sameinar fjölmargt hæfileikafólk krafta sína, þáttastjórnendurnir Ólafur Darri Ólafsson og Dóra Jóhannsdóttir og skemmtikraftarnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Óttar Proppé, Flosi Þorgeirsson, Valdimar Jóhannsson, Friðgeir Einarsson, Erna Ómarsdóttir, Sissel M. Björkly og Siri Jodvendt

Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg ,Þjóðleikhúsinu, Iceland Norway Foundation, Kulturrådet - Arts Council Norway.

ljósmynd Nanna Dís:

©Nanna Dís

http://www.nannadis.com

Wednesday, 15. January 2014

Borgarskjalasafn

Borgarskjalasafn óskar eftir skjölum tengdum dansi og hreyfingu

Í tengslum við Vetrarhátíð hefur Borgarskjalasafn áhuga á að fá til varðveislu skjöl tengd dansi og hreyfingu. Þar gæti verið um að ræða skjöl, sendibréf, vinnubækur og ljósmyndir dansskóla, ballettskóla, listdanskennara, og svo mætti lengi tengja.

Wednesday, 15. January 2014

ÓRAUNVERULEIKIR

Óraunveruleikir verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 16. janúar klukkan 20 og verða aðrar sýningar 17. 25. og 26. janúar.

Hérna má sjá umfjöllun um dansverkið ÓRAUNVERULEIKIR í Monitor.

En verkið verður frumsýnt 16.janúar næstkomandi í Kassanum, Þjóðleikhúsinu.

Miðar fást hjá miðasölu leihússins: sími: 551-1200, midasala@leikhusid.is eða midi.is

http://www.mbl.is/monitor/frettir/2014/01/12/dansandi_buxur_i_thjodleikhusinu_2/

Monday, 13. January 2014

Peter Anderson Opinn fyrirlestur

Listamaðurinn og kennarinn Peter Anderson er sérstakur gestur listkennsludeildar mánudaginn 13.janúar.2014. Fyrirlesturinn er kl 12:15-13:00 og fer fram í húsnæði listkennsludeildar, Laugarnesvegi 91. Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn án endurgjalds.

Sunday, 12. January 2014

TRÍÓ námskeiðsröð Dansverkstæðisins

TRÍÓ námskeiðsröð Dansverkstæðisins fer aftur af stað í febrúar 2014. Í ár er boðið upp á þrjú spennandi námskeið í TRÍÓ námskeiðsröðinni. Þema námskeiðanna er hið skapandi ferli og fengnir hafa verið spennandi evrópskir listamenn til að koma til landsins að leiða hver sitt námskeið.

Sunday, 12. January 2014

Morguntímar í Dansverkstæðinu

Morguntímarnir okkar fara aftur af stað eftir jólafrí núna á þriðjudaginn 7. janúar. Það er Hannes Þór Egilsson dansari sem að er fyrsti kennari ársins og kennir hann skemmtilega samtímadanstíma.

Monday, 6. January 2014

ÓRAUNVERULEIKIR

Óraunveruleikir er nýtt íslenskt sviðsverk samið og flutt af Urði Hákonardóttur tónlistarkonu, Valgerði Rúnarsdóttur og Þyri Huld Árnadóttur danslistarkonum.

Sunday, 5. January 2014

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is