Shalala

Wednesday, 11. December 2013

Sviðlista og dansflokkurinn Shalala lauk mánaða löngu haust- sýningarferðalagi sínu um Evrópu með uppsetningu á verkinu Transaquania- Into thin air í hinu virta leikhúsi Kampnagel í Hamburg á Nordwind hátíðinni í vikunni. Uppselt var í 800 manna sal og var verkinu tekið með fagnaðarlátum. Verkið var samið fyrir Íslenska dansflokkinn árið 2009 af Ernu Ómarsdóttur, Damien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur. Tónlist er eftir Valdimar Jóhannsson og Ben Frost. Verkið hefur hefur áður verið sýnt í Róm og Frankfurt ásamt Reykjavík og hlotið mjög góðar viðtökur.

Shalala hefur undanfarið einnig verið að sýna verkið H, an incident í samstarfi við Belgíska listamanninn Kris Verdonck á nokkrum helstu sviðslistahátiðum Evrópu. Þar á meðal Kunstenfestival des Arts í Brussel og Der Steirischer Herbst í Graz.
Shalala er dansflokkur Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar.
Með þeim vinnur úrvals lið dansara og leikara. Þar á meðal dansararnir Sigríður Soffía Níelsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Þyrí Huld Árnadóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Saga Sigurðardóttir, Védís Kjartansdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Hannes Þór Egilsson og leikkonurnar Brynhildur Guðjónsdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Dóra Jóhanssdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Friðgeir Einarsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson myndlistarmaður, Flosi Þorgeirsson og Óttar Proppé, tónlistarmenn ofl

Næstu sýningar Shalala á Íslandi og erlendis eru eftirfarandi: To the bone verður sýnt aftur í Kassanum í Þjóðleikhúsinum í lok janúar. Það var frumsýnt á Reykjavík dancefestival í ágúst og komust færri að en vildu. Verkið mun svo verða sýnt í nokkrum borgum Evrópu á næsta sýningartímabili.
Lazyblood verður sýnt í Salzburg um miðjan janúar og verkið We saw monster (Við sáum skrímsli) sem frumsýnt var á Listahátíð Reykjavíkur 2011 verður sýnt á Köln í byrjun Mars svo eitthvað sé nefnt.

Shalala var stofnað 2008 undir verk Ernu Ómarsdóttur, Valdimars Jóhannsonar og félaga en áður höfðu t.d. verk Ernu og Jóhanns Jóhannssonar tónskálds og tónlistamanns, IBM 1401(a users manual), Mysteries of Love ásamt fleiri verkum verið sýnd í nokkur ár út um alla Evrópu og víðar.
Shalala sýnir flest verkin sín reglulega á virtum erlendum sviðs listarhátíðum og í hinum ýmsu leikhúsum út um alla Evrópu

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is