Dansaðu fyrir mig í Rýminu hjá Leikfélagi Akureyrar

Sunday, 8. December 2013

Aðeins tvær sýningar í Rýminu hjá Leikfélagi Akureyrar.
1. sýning - 13. desember - 20:00
2. sýning - 14. desember - 20:00
Miðar: www.leikfelag.is / midasala@leikfelag.is / 4 600 200

**UM VERKIÐ**

Ármann Einarsson er þriggja barna faðir og skólastjóri tónlistarskóla. Hann er 48 ára gamall, 172 sentímetrar á hæð og með bumbu. Fyrir ári síðan kom hann að máli við tengdadóttur sína, danshöfundinn Brogan Davison, og skýrði henni frá því að sig hefði alltaf dreymt um að dansa nútímadans á sviði. Ármann er ekki menntaður dansari en á unglingamet í þrístökki sem hann setti árið 1979 (og það stendur enn!). Úr varð að þau Brogan og Ármann sömdu dansverk sem þau sýndu á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Egilsstöðum og að lokum á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni LÓKAL í Reykjavík.

Nú vill Ármann elta drauminn sem lengst og mun sýningin leggja af stað í heimsreisu á næsta ári. Akureyri er þó næsti viðkomustaður og fá heimamenn einstakt tækifæri til að upplifa einlægt og bráðfyndið leikhúsverki um langþráða drauma, sköpunarferlið og efann sem hellist yfir mann þegar minnst varir. Er dans fyrir alla?

Dansarar: Brogan Davison and Ármann Einarsson.
Höfundar: Brogan Davison and Pétur Ármannsson.
Danshöfundur: Brogan Davison.
Leikstjórn: Pétur Ármannsson.
Lengd: 50 minutes.
Tungumál: Enska og íslenska.

 

Dansnámskeið fyrir alla fjölskylduna (Laugardaginn 14. Desember.10:00-14:00. Rýminu.)

Brogan og Ármann munu bjóða upp á frábært námskeið í desember þar sem öll fjölskyldan fær tækifæri til að dansa saman. Taktu með þér soninn, dótturina, bróðurinn, systurina, frændann, frænkuna, mömmuna, pabbann, ömmuna, afann eða hvern þann sem þú telur til fjölskyldu. Námskeiðið verður skemmtilegt, líkamlegt og mun bjóða upp á einstaka fjölskyldu upplifun. Slástu í lið með Brogan og Ármanni og lærðu eitthvað nýtt um sjálfan þig, einhvern náinn þér og dansaðu!

Námskeiðið er ætlað 10 ára og eldri og það er EKKERT aldursþak! 2.000 kr. fyrir börn (10-15 ára) 4.000 kr. fyrir fullorðna (16+) 9.500 kr. fjölskylduna (3-6 manns)

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is