F A R A N G U R eftir Valgerði Rúnarsdóttur

Hérna er stikla frá æfingu á verkinu F A R A N G U R eftir Valgerði Rúnarsdóttur en verkið verður frumsýnt á norrænum þríleik Íslenska dansflokksins þann 1.febrúar næstkomandi. http://youtu.be/pAE1VXfTm7w

Tuesday, 31. December 2013

Shalala

Sviðlista og dansflokkurinn Shalala lauk mánaða löngu haust- sýningarferðalagi sínu um Evrópu með uppsetningu á verkinu Transaquania- Into thin air í hinu virta leikhúsi Kampnagel í Hamburg á Nordwind hátíðinni í vikunni. Uppselt var í 800 manna sal og var verkinu tekið með fagnaðarlátum.

Wednesday, 11. December 2013

Morguntímar í Dansverkstæðinu

Þá er komið að síðustu morguntímum fyrir jól. Næstu tvær vikur verður Birgitte Heide hjá okkur og kennir ballett eins og henni einni er lagið. Gitta kemst ekki oft til okkar svo ég mæli með því að sem flestir skelli sér í tíma.

Tuesday, 10. December 2013

Dansaðu fyrir mig í Rýminu hjá Leikfélagi Akureyrar

Aðeins tvær sýningar í Rýminu hjá Leikfélagi Akureyrar.
1. sýning - 13. desember - 20:00
2. sýning - 14. desember - 20:00
Miðar: www.leikfelag.is / midasala@leikfelag.is / 4 600 200

Sunday, 8. December 2013

Frá Brasilíu í Borgarleikhúsið

Valgerður Rúnarsdóttir danshöfundur og dansari skapar nýtt dansverk fyrir Íslenska dansflokkinn, verkið F A R A N G U R. Æfingar eru nú hafnar, en verkið er samið sérstaklega fyrir dansara dansflokksins og í samvinnu við þá. Innblástur að sköpunarferlinu er sóttur í minnið og stöðuga mótun þess, hvernig við erum stöðugt að safna í og vinna úr efni í hinu huglæga farangursrými.

Friday, 6. December 2013

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is