Frumsýning í Árósum

Í kvöld, 26. nóvember verður frumsýnt í BoraBora leikhúsinu í Árósum verkið Busy bodies eftir Helle Bach. Meðal dansara er Ólöf Ingólfsdóttir. Sýndar verða fimm sýinngar í Árósum og síðan fer sýningin til Kaupmannahafnar þar sem hún verður sýnd í Dansehallerne.

Tuesday, 26. November 2013

Morguntímar í Dansverkstæðinu

Í þessari viku býður Dansverkstæðið upp á tvo mismunandi tíma, pilates og samtímadans.

Á morgun, 26. nóvember, verður Tinna Grétarsdóttir með klukkutíma pilatestíma, 10:15-11:15.
Tinna byggir tímann sinn á Stott pilates tækni en hefur blandað inn smá teygjum og yogaæfingum sem að henni finnst gera flæðið í tímanum enn betra.

Monday, 25. November 2013

Dansútrás í Evrópu

Dansverkið Coming Up hefur verið valið í hóp þeirra verka sem evrópska sviðslistanetið Aerowaves mun setja í forgang árið 2014.

Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíó í mars síðastliðnum en það eru þær Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir sem eru höfundar og flytjendur.

Thursday, 21. November 2013

Melkorka Sigríður kennir ballett á fimmtudaginn

Í fyrramálið kennir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir dansari og danshöfundur ballett í Dansverkstæðinu.

Tímarnir hennar Melkorku eru flæðandi tímar undir áhrifum samtímadansins. Tónlistin er fjölbreytt og skapar skemmtilega og afslappaða stemningu.

Wednesday, 20. November 2013

Morguntímar í Dansverkstæðinu

Þessa vikuna verður í boði sveitt dansworkát á Dansverkstæðinu, þema tímanna er frekar suðrænt en einnig verður að finna æfingar Jane Fonda settar í 21. aldar búning. Þetta verðir mega stuð og aðaláhersla er lögð á hendur, rass og læri. Kennari er Sigríður Ásgeirsdóttir og fara tímarnir fram á þriðjudaginn og fimmtudaginn frá 10:15 - 11:45.

Tuesday, 12. November 2013

Morguntímar í Dansverkstæðinu

Saga Sigurðardóttir mun í þessari viku kenna frekar næs contemporary-danstíma!

Upphitun með öndun og release-elementum, góður skammtur af gólfi með release-nálgun en við færum okkur síðan upp á skaftið með stuttum og styrkjandi rútínum, nokkrum handstöðum, adagio innblásnu af jóga og Mark Lanegan og fleira næs.

Monday, 4. November 2013

Síðustu sýningar á Tímar

Síðasta sýning Íslenska Dansflokksins á verkinu Tímar verður á morgun, sunnudag.

Tímar er eftir Helenu Jónsdóttur og er samið sérstaklega að beiðni Íslenska dansflokksins í tilefni af afmælinu. Helena er einn af virtustu danshöfundum Íslands og hefur unnið bæði fyrir svið og sjónvarp og hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir verk sín.

Saturday, 2. November 2013

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is