Hannes Þór Egilsson leiðir morguntíma þessa vikuna í Dansverkstæðinu!

Þriðjudaginn 29. október og fimmtudaginn 31. október mun hinn magnaði Hannes Þór Egilsson kenna morguntíma á Dansverkstæðinu frá 10:00 - 11:30.

Tímarnir munu byrja á hægum og góðum teygjum og upphitunaræfingum og síðan mun Hannes vinna með tvo repertoire búta sem hann hefur sérstaklega valið fyrir tilefnið.

Tuesday, 29. October 2013

Aumingjakynslóðin

Höfundar: Ásrún Magnúsdóttir, Kara Hergils Valdimarsdóttir & Védís Kjartansdóttir í samvinnu við flytjendur.

Aumingjar allra landa sameinist!

Þegar búið er að finna upp rokkið og pönkið, hipparnir komnir og farnir, Ísland orðið sjálfstætt, rauðsokkurnar stignar fram, stríðinu lokið, tyggjóið komið, knörrin hafa siglt úr landi og þoturnar flogið inn, hvað er þá eftir handa okkur að berjast fyrir?

Thursday, 24. October 2013

Fetta Bretta og Skýjaflétta

Þann 9. nóvember næstkomandi fagnar Bíbí og blaka frumsýningu á dansverkinu Fetta Bretta og útgáfu plötunnar Skýjaflétta.
Fetta Bretta er önnur sýning hópsins Bíbí og blaka, en Skýjaborg, fyrsta íslenska ungbarnadanssýningin, var frumsýnd í Kúlunni, barnasviði Þjóðleikhússins, í mars 2012.

Thursday, 24. October 2013

Eldorado

Bára Sigfúsdóttir dansari og danshöfundur frumsýnir þessa dagana dansverkið Eldorado eftir Bénédikte Mottart/Compagnie 3637 í Le Manège, Mons.

Verkið er innblásið af ástandi innflytjenda við landamæri Evrópu og er styrkt af Le Manége.Mons, Jardin d´Europe og unndið í samstarfi við Ultima Vez og Workspace Brussels.

Wednesday, 23. October 2013

Valgerður Rúnarsdóttir dansar í Brasilíu

Valgerður Rúnarsdóttir dansari og danshöfundur dansar í dansverki danshöfundarins Sidi Larbi Cherkaoui, Puz/zle, en verkið var frumsýnt á einni elstu sviðslistahátíð heims í Avignon í Frakklandi sumarið 2012. Puz/zle hefur verið sýnt víða um heim frá frumsýningu og verður nú sýnt í leikhúsinu Teatro Alfa í Sao Paolo í Brasilíu.

Monday, 21. October 2013

John the Houseband lýkur sýningarferðalagi

Sviðslistahljómsveitin John the Houseband er að ljúka vel heppnuðu tónlistarferðalagi um Evrópu þessa stundina. John the Houseband hefur unnið saman frá árinu 2008 en verk hópsins byggja á samblandi tónlistarflutnings á sviðið og notkun líkama sem hreyfiforms.

Sunday, 20. October 2013

2 dansverk til leigu á Akureyri!

Í einungis eina viku, frá föstudeginum 11. október til fimmtudagsins 17. október, verður mögulegt að fá lánaðann listamann í gegnum lánskerfi Amtsbókasafns Akureyrar. Á sama hátt og bæjarbúar geta leigt út bækur, tímarit og DVD diska safnsins, verður mögulegt að leigja út danshöfundana Ásrúnu Magnúsdóttir og Palomu Madrid til heimila á Akureyri og á svæðinu í kring.

Wednesday, 9. October 2013

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir ný verk eftir Helenu Jónsdóttur og Jo Strömgren

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir þann 11. október næstkomandi uppfærsluna Tímar á Stóra sviði Borgarleikhússins þar sem sýnd verða verkin Tímar og Sentimental, Again. Týndar minningar, rómantík, ást og gleði spila stóran þátt á hátíðlegu kvöldi sem markar lokahnykkinn á glæsilegu afmælisári Íslenska dansflokksins sem fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í ár.

Tuesday, 8. October 2013

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is