Í smíðum: SCAPE of GRACE

Um þessar mundir vinna Saga Sigurðardóttir og Hallvarður Ásgeirsson að nýju verki, SCAPE of GRACE, ásamt fríðu föruneyti; dönsurunum Katrínu Gunnarsdóttur og Védísi Kjartansdóttur, sviðslistamanninum Sigurði Arent Jónssyni, myndlistarmanninum Kristni Guðmundssyni, Elsu Maríu Blöndal tónlistarkonu og fatahönnuði, dramatúrgunum Ásgerði Gunnarsdóttur og Alexander Roberts auk myndarlegs performera-teymis gítarmagnara og hátalaraboxa. Saman eru þau upptekin af þessu: Hvernig má kóreógrafa hljóð í rými?

Saturday, 29. June 2013

Dans og barnamenning

Á dögunum var úthlutað úr barnamenningarsjóði fyrir árið 2013. Sjóðnum bárust 64 umsóknir. Samanlagðar fjárbeiðnir námu rúmlega 55 milljónum kr. en til ráðstöfunar voru um 3 milljónir kr. Tvö dansverkefni hlutu styrk að þessu sinni.

Wednesday, 26. June 2013

Umsóknarfrestur framlengdur inn á dansbraut

Enn eru tvö pláss laus á samtímadansbraut Listaháskólans og því hefur hefur verið ákveðið að framlengja umsóknarfresti á dansbraut til 6.ágúst 2013.

Umsækjendur senda inn rafræna umsókn og skila inn þeim gögnum sem beðið er um á heimasíðu skólans inn á skrifstofu, Sölvhólsgötu 13, fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 6.ágúst.

Wednesday, 19. June 2013

Katla Þórarinsdóttir sýnir The Lost Ballerina á Keðju í Litháen

Katla Þórarinsdóttir sýnir dansverkið The Lost Ballerina á Keðju í Litháen í vikunni.
Dansverkið var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival 2011 sem sólóverk en síðan þá hefur verkið tekið töluverðum breytingum og er nú meðal annars tvídans með danslistakonunni Elenu Rolla frá Ítalíu.

Thursday, 13. June 2013

Útskriftarnemar samtímadansbrautar LHÍ

Um seinustu helgi útskrifuðust 8 dansarar af samtímadansbraut Listháskóla Íslands. En þetta er jafnframt þriðji bekkur til að ljúka við bakkalársgráðu úr náminu. Bekknum hefur verið boðið að sýna á alþjóðlegu sviðlistahátíðinni ITs Festival í Amsterdam í júní en hátíðin einblínir á unga og nýútskrifaða sviðlistamenn.

Wednesday, 12. June 2013

"Tuttugu&fimm Lilja"

FÍLD birtir hér annað viðtal af bloggsíðu Ingu Marenar Rúnarsdóttur (http://ingamaren.wordpress.com/) - Að þessu sinni við nýútskrifaðan dansara, Lilju Rúriksdóttur!

Tuesday, 11. June 2013

Íslenski dansflokkurinn er á leið til Malmö og flytur verkið Ótta á REPNET HOT HOUSE.

Viðburðaríku sýningarári fer senn að ljúka hjá Íslenska dansflokknum með sýningarferð til Malmö í Svíþjóð. Þann 15. júní mun Íd sýna verkið Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttir og Unni Elísabet Gunnarsdóttir á kvöldinu REPNET HOT HOUSE

Monday, 10. June 2013

Snædís Lilja í Þýskalandi

Dansarinn og danshöfundurinn Snædís Lilja Ingadóttir er stödd í Köln um þessar mundir þar sem hún dansar í sýningunni STOP Watching! dagana 13.-15 júní. Verkinu er leikstýrt af Silke Z en fjölmargir koma að uppsetningu þess, meðal annars Dansverkstæðið í Reykjavík.

Sunday, 9. June 2013

Fylgist með í sumar!

Eydís Rose Vilmundardóttir og Díana Rut Kristinsdóttir, nemendur á samtímadansbraut Listaháskóla Íslands, munu starfa í sumar í Listhópum Hins Hússins ásamt Vigdísi Erlu Guttormsdóttur áhugaljósmyndara og -upptökumanni.

Thursday, 6. June 2013

Inga Maren dansbloggari

Inga Maren Rúnarsdóttir heldur úti sérlega skemmtilegu dans og tískubloggi á heimasíðunni www.ingamaren.wordpress.com
Hér birtir FÍLD viðtal hennar við Viktor Leifsson, dansnema sem komst nýlega inn í hinn víðfræga dansskóla P.A.R.T.S. í Belgíu.

Wednesday, 5. June 2013

Dansnemar í London

Þessa dagana eru 24 nemendur úr Danslistarskóla JSB ásamt 3 fararstjórum staddir í London í vikulangri dansferð. Nemendurnir sækja danstíma í Pineapple Dance Studios og Danceworks. Danstímarnir eru af ýmsum toga t.d. ballet, contemporary jazz, yoga, hip hop og margt fleira.

Sunday, 2. June 2013

Dans tilnefndur til Grímunnar

þann 30. maí var formlega tilkynnt um hvaða listafólk, sviðsverk og útvarpsverk hrepptu tilnefningar til Grímunnar – Íslensku sviðslistaverðlaunanna - 2013. Athöfnin fór fram á stóra sviði Þjóðleikhússins kl 16:30.

Saturday, 1. June 2013

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is