Dansar í Eldborg

Þann 24. maí síðastliðin leiddi Listahátíð í Reykjavík saman Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska dansflokkinn og fyrsta árs nema dansbrautar Listaháskóla Íslands. Hljómsveitin og dansararnir fluttu saman tvö af danstónverkum Stravinskys, Vorblótið og Petrúsku.

Friday, 31. May 2013

Íslendingar frumsýna í Brussel á Kunsten Festival!

Frumsýning á verkinu H, an incident var í gærkvöldi á Kunstenfestival í Belgíu. Sýningin var frumsýnd í einu stærsta leikhúsi Brussel Kaai-theater og var gríðarlega vel tekið. Verkið H, an incident er ný sýning eftir Kris Verdonck en hann er þekktur leikhúslistamaður og myndlistarmaður frá Belgíu. Margir íslendingar koma að sýningunni en verkefnið er unnið í samvinnu við Shalala dansflokk Ernu ómarsdóttur og Valdimars Jóhannsonar.

Thursday, 16. May 2013

Lokasýning útskriftarnemenda í samtímadansi

14. og 15 maí verður sannkölluð dansveisla í Þjóðleikhúsinu en þá frumsýna nemendur á samtímadansbraut tvö ný íslensk dansverk. Dansverkin eru mjög ólík og reyna mjög á tæknigetu og sköpunarhæfileika dansaranna. Tónlistin við bæði verkin er frumsamin og verður lifandi tónlistarflutningur á sviðinu.

Sunday, 12. May 2013

Sýnir gjörninginn The White Walkers á Performance hátíð í Verona

Næstkomandi Laugardag 11 maí sýnir Ragnheiður Bjarnardóttir gjörninginn “The White Walkers” á Performance hátíðinni Verona Risuona í Verona, Ítalíu. Markmið hátíðarinnar er að koma list inn í almenningsrými þar sem einginn gjalmiðill annar en listrænn gjaldmiðill er við lýði. List er opin öllum sem hafa áhuga og/eða eiga leið um hátíðar svæðið.

Friday, 10. May 2013

Íslenskir ballettnemar keppa í Svíþjóð

Í SOLO, íslensku undankeppninni fyrir Stora Daldansen í mars síðastliðnum voru valdir þrír fulltrúar Íslands til að taka þátt í sólódanskeppninni sem fer fram í Falun í Svíþjóð dagana 9-11 maí. Keppendurnir frá Íslandi koma öll frá Listdansskóla Íslands að þessu sinni

Wednesday, 8. May 2013

Súper Sóló Nights #2

Súper Sóló Nights #2 verður haldið föstudagskvöldið 3.maí næstkomandi
kl 20:30 á Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30!

Þemað að þessu sinni eru epískir sólóar. Við höfum boðið frábærum listamönnum að flytja eða túlka sóló sem þeim finnst vera epískur að einhverju leyti.

Friday, 3. May 2013

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is