Alþjóðlegi Dansdagurinn 2013

Í dag er Alþjóðlegi Dansdagurinn og því við hæfi að dansari skrifi nokkur orð.

Meðallengd dansnáms þegar dansari útskrifast er sautján ár og á þeim tíma hefur dansari lært að stjórna smæstu hreyfingum, ýkja og nota þær stærstu, skilja á milli fínhreyfinga og kækja, telja óteljandi sinnum upp að átta, fengið blöðrur, marbletti, og svöðusár, dottið, staðið upp, endurtekið og byrjað aftur.

Monday, 29. April 2013

Ávarp Alþjóðlega Dansdagsins 2013

Message from Lin Hwai-min, Founder/Artistic Director, Cloud Gate Dance Theatre of Taiwan

It is said in the Great Preface of "The Book of Songs,"
an anthology of Chinese poems dating from the 10th to the 7th century BC:

Monday, 29. April 2013

Dagskrá Dansdagsins 2013

FÍLD, Félag Íslenskra Listdansara mun halda Alþjóðlega dansdaginn hátíðlegan á Dansverkstæðinu, heimili sjálfstæða dansgeirans mánudaginn 29. apríl.

Monday, 29. April 2013

Íslenski Dansflokkurinn og Barnamenningarhátíð

Í tilefni Barnamenningarhátíðar verður ókeypis fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum á sýninguna Walking Mad, sunnudaginn 28. apríl.

Saturday, 27. April 2013

Skýjaborg endursýnd á Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð er nú haldin í þriðja sinn dagana 23.–28. apríl 2013. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf fyrir börn og ungmenni í borginni. Barnamenningarhátíð er vettvangur þar sem þátttaka barna og ungmenna er lykilatriði og lögð er áhersla á menningu fyrir börn, menningu með börnum og menningu barna.

Wednesday, 24. April 2013

DANS ÆÐI í Dansverkstæðinu á Barnamenningarhátíð

DANS ÆÐI hertekur dansverkstæðið með fjölbreyttri dagskrá.

DANS ÆÐI er lifandi safn um dans fyrir börn á aldrinum 4 til 12 ára. Í safninu verður hægt að hitta dansara, vera dansari, sjá dans og jafnvel skapa dans á veggjunum!

Tuesday, 23. April 2013

Já elskan á Akureyri

Aðstandendur dansverksins Já elskan eftir Steinunni Ketilsdóttur leggja land undir fót í vikunni og halda norður á Akureyri. Norðlendingar geta því barið verkið augum í Rýminu hjá Leikfélagi Akureyrar dagana 26. og 27. apríl næstkomandi. Verkið var frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í desember síðastliðnum við góðar undirtektir áhorfenda og gagnrýnenda.

Monday, 22. April 2013

Dansaðu fyrir mig

Í fyrra sagði fjörutíu og átta ára, þriggja barna faðir mér að hann ætti sér draum um að búa til dansverk og flytja það í heimabæ sínum, Akureyri. Ármann Einarsson er 172 cm. á hæð, með óvenjulega framstæða bumbu og einstaklega föðurlegt skopskyn.

Monday, 22. April 2013

Hvað er Listdans?

Barnamenningarhátíð er nú haldin í þriðja sinn dagana 23.–28. apríl 2013. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf fyrir börn og ungmenni í borginni. Barnamenningarhátíð er vettvangur þar sem þátttaka barna og ungmenna er lykilatriði og lögð er áhersla á menningu fyrir börn, menningu með börnum og menningu barna.

Sunday, 21. April 2013

Nýr framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins

Kristín Ögmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Kristín er 35 ára og hefur lokið B.A. prófi í hagfræði frá University of Wisconsin og M.Sc. prófi í fjármálum frá Cass Business School í London. Einnig hefur Kristín lokið B.A. prófi í nútímadansi frá Kunsthögskolen í Osló.

Saturday, 20. April 2013

Wulong í Antwerpen

21. apríl næstkomandi mun dansarinn Bára Sigfúsdóttir frumsýna barnasýninguna Wulong í Antwerpen. Iris de Bouche og Kobe Proesmans leikstýra sýningunni og ásamt dönsurum eru á sviði tónlistarmenn, kung fu meistari og brúðuleikarar.

Tuesday, 16. April 2013

Arid á dansmyndahátíð í Frakkalandi

Dansmyndin ARID eftir Elísabetu Birtu Sveinsdóttir verður sýnd á the International Video Dance Festival of Burgundy í Frakklandi 5. apríl en myndin er ein af 19 myndum sem verða sýndar á hátíðinni.

Friday, 5. April 2013

Bobby í Budapest

Sigrídur Soffía Níelsdóttir og Valgerdur Rúnarsdóttir vinna nú ad nýju verki "Bobby" á vinnustofu í Trafó house Budapest, Ungverjalandi. Verkid hlaut styrk frá Reykjavíkurborg.

Í verkinu eru blæbrigði tilfinninga og viðbragða við áföllum aðalyrkisefnið. 4mínótna löng sena úr þáttaröðinni Dallas, þegar Bobby Ewing lætur lífið, er einn helsti innblástur sýningarinnar.

Thursday, 4. April 2013

Yoga í Dansverkstæðinu!

Yoga 2, 4, 9 og 11. apríl!

Eftir páska fáum við Tómas Odd Eiríksson til að kenna yoga hjá okkur. Tímarnir verða eins og ávallt á þriðjudögum og fimmtudögum 10-11:30.

Monday, 1. April 2013

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is