DANSAÐU FYRIR MIG

Í fyrra sagði fjörutíu og átta ára, þriggja barna faðir mér að hann ætti sér draum um að búa til dansverk og flytja það í heimabæ sínum, Akureyri. Ármann Einarsson er 172 cm. á hæð, með óvenjulega framstæða bumbu og einstaklega föðurlegt skopskyn.

Thursday, 28. March 2013

Alþjóðlegi leikhúsdagurinn

Í dag er Alþjóðlegi leiklistardagurinn. Í ár er það Messíana Tómasdóttur, sviðslistakona, sem semur íslenska ávarpið. Messíana hefur unnið fjölda verka sérlega fyrir börn, m.a. fleiri íslenskar óperur fyrir börn en nokkur annar listamaður og ákvað hún að helga ávarp sitt börnum, í tilefni alþjóðaárs barnaleikhússins.

Wednesday, 27. March 2013

Dansverk um leitina að hápunktinum

Tveir danshöfundar ætla sér að skapa dansverk með fullkomnum hápunkti. Þegar á hólminn er komið eiga þeir erfitt með að dansa í takt, dansspor eru skilin eftir í lausu lofti, ein uppbygging tekur við af annarri, nýjar hugmyndir breyta stöðugt atburðarásinni og allar tilraunir til að skapa hinn fullkomna hápunkt renna út í sandinn.

Wednesday, 20. March 2013

Walking Mad frumsýnt 12. apríl

Íslenski dansflokkurinn fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í ár og verður því í hátíðarskapi allt árið um kring. Afmælisárið hefst með sýningunni Walking Mad eftir sænska danshöfundinn Johan Inger. Það er gamansamt verðlaunaverk og er sýnt víðs vegar í Evrópu um þessar mundir við miklar vinsældir.

Saturday, 16. March 2013

Tinna Grétarsdóttir dansari og danshöfundur

Dansarinn og danshöfundurinn Tinna Grétarsdóttir er nú á leið til Gautaborgar að taka þátt í Satelittfestivalen sem er danshátíð fyrir börn og unglinga.
Þar mun Tinna taka þátt í samtali norrænna danshöfunda um vinnu sína við barnamenningu og segja frá nýjasta verki sínu og danslífinu á Íslandi.

Friday, 15. March 2013

Dansbraut LHI - Sýning 15. mars

Danslistafólkið frábæra Christine Gouzelis og Paul Blackman hafa verið að kenna 1.árs nemum á dansbraut tækni II og Skapandi ferli II á síðastliðnum 4 vikum. Afrakstur þeirrar vinnu verður sýndur föstudaginn 15.mars í Álfhóli-dansstúdíó dansbrautar, Sölvhólvsgötu.

Thursday, 14. March 2013

Tímar fram að páskum í Dansverkstæðinu

12. og 14. mars 10-11:30 Ballett - Katrín Hall

19. og 21. mars 10-11:30 Pilates - Tinna Grétarsdóttir

Wednesday, 13. March 2013

Sigraði í sviðslistakeppni í Madrid

Emilía Benedikta Gísladóttir dansari hjá Companía Nacional de Danza var að keppa í Talent Madrid nú á dögunum. Talent Madrid er keppni í ýmiskonar sviðslistum. Þar dansaði hún verkið Black days (Cel) eftir danshöfundinn Jean Philippe Dury ásamt dansflokknum hans Elephant in the Black Box CPNY.

Monday, 11. March 2013

Einstaklingsverkefni dansara LHÍ

Fjölbreytileiki og listfengi einkennir verk þeirra níu stúlkna sem útskrifast af samtímadansbraut leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands í vor, en dagana 8.-10. mars nk. verða einstaklingsverkefni þeirra sýnd í Tjarnarbíó.

Friday, 1. March 2013

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is