Morguntímar í Dansverkstæðinu

Paul og Caroline verða með morguntíma næstu vikur en þau eru hér á landi til að kenna við Listaháskólann. Bæði eru með bakgrunn í Flying low tækni David Zambrano sem að þau hafa þróað hana áfram á sinn hátt.

Tuesday, 26. February 2013

Dansverkefni LHÍ

Við bjóðum ykkur velkomin á sýningar einstaklingsverkefna okkar bekkjarsystra sem haldnar verða í Tjarnarbíó helgina 8-10 mars. Einstaklingsverkefnin eru mikilvægur liður í útskriftarferli samtímadansbrautar LHÍ en þar mun hver nemandi sýna frumsamið danslistarverk og verða þau níu talsins.

Tuesday, 26. February 2013

Kynning á rannsóknum og vinnu Foreign Mountain á La Wilderness Dance

Danshópurinn Foreign mountain hefur dvalið á Egilsstöðum síðustu þrjár vikur við rannsóknir á vegum Wilderness dance verkefnisins.

Monday, 25. February 2013

Listamannadvöl í Reykjavík

Fjórir listamenn dvelja nú í Reykjavík en þau eru öll að hefja nýtt vinnuferli sem stutt er af "The Festival - Live Art Research and Development Agency"

Friday, 22. February 2013

Nýtt verk í vinnslu

Hópur íslenskra og erlendra danslistamanna hóf æfingar á H, an incident í síðustu viku í Þjóðleikhúsinu. Verkið verður skapað á Íslandi og í Brussel og frumsýnt í Kaai leikhúsinu um miðjan maí.

Tuesday, 19. February 2013

Leikhús Listamanna

Leikhús listamanna verður haldið í Iðnó á morgun, þriðjudaginn 19. feb kl 21:00. Þar koma danslistakonurnar Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir fram ásamt góðum hópi listamanna. “Leikhús Listamanna” var upphaflega stofnað í Klink og Bank árið 2004.

Monday, 18. February 2013

SOLO

Þann 17. febrúar næstkomandi munu upprennandi dansarar spreyta sig á sviði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði. Um er að ræða undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænu einstaklingskeppnina í klassískum listdansi sem haldin verður í Falun í Svíþjóð í vor.

Friday, 15. February 2013

Íslenski dansflokkurinn sýnir í Kennedy Center

Íslenski dansflokkurinn heldur til Washington í Bandaríkjunum í lok febrúar og mun sýna verkin Gro?stadtsafari eftir Jo Strömgren, Svaninn eftir Láru Stefánsdóttir og Til eftir Frank Fannar Pedersen.

Thursday, 14. February 2013

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum

Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni vegna listviðburða og menningarmála árið 2013. Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra.

Wednesday, 13. February 2013

Ný stjórn FÍLD

Aðalfundur FÍLD fór fram þann 3. febrúar síðastliðinn en kosið var um nýja stjórnarmeðlimi. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir var kosin formaður, Katrín Ingvadóttir ritari og Hjördís Lilja Örnólfsdóttir meðstjórnandi. Þá var Valgerður Rúnarsdóttir kosin varamaður.

Tuesday, 12. February 2013

Lunch Beat Special: Einn milljarður rís!

Það er kominn tími til að standa upp úr skrifstofustólunum, hrista af sér janúarslenið og dansa - og að þessu sinni höfum við sérstaka ástæðu til - að koma af stað feminískri flóðbylgju!

Tuesday, 12. February 2013

Styrkir til starfsemi atvinnuleikhópa 2013

Leiklistarráð hefur úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2013. Af 17 sviðslistahópum sem fengu styrki í ár eru fimm danshópar þar á meðal og því ber að fagna!

Tuesday, 12. February 2013

Ert þú með hugmynd í vinnslu?

Vinnslan #5 verður haldin á Norðurpólnum laugardagskvöldið 2. mars 2013

Vinnslan er vettvangur allra listgreina til að láta reyna á verk sín í vinnslu fyrir framan áhorfendur.

Monday, 11. February 2013

Listdansskólar sýna á Vetrarhátíð

Það kennir ýmissa grasa á Listahátíð í ár en dansinn er fyrirferðamikill á hátíðinni.
Auk sjálfstætt starfandi dansara sem sýna á hátíðinni munu framhaldsbrautir tveggja listdansskóla taka þátt í ár.

Friday, 8. February 2013

Dansinnsetning á Vetrarhátíð

Danslistamaðurinn og loftfimleikakonan Katla Þórarinsdóttir verður með hreyfi innsetningu í verki Bjarkar Viggósdóttur, Aðdráttarafl - hringlaga hreyfing. Katla notast við nútímadans ásamt loftfimleikatækni til að leika sér í listaverkinu og koma því á hreyfingu.

Thursday, 7. February 2013

Ljósaball á Dansverkstæðinu

Í tilefni af Vetrarhátíð í Reykjavík heldur Dansverkstæðið Ljósaball fyrir börn á öllum aldri laugardaginn 9. febrúar. Hóum í fjölskylduna og vini og komum saman til að dansa, leika og hreyfa okkur. Spiluð verður skemmtileg tónlist, diskókúla varpar litum, ljósum og skuggum um rýmið.

Thursday, 7. February 2013

Innsetning eftir danshópinn Raven

Vetrarhátíðin nálgast og þar mun danshópurinn Raven setja upp innsetninguna Something the Place Suggested. Þið ættuð endilega að setja það á dagskrána ykkar að kíkja við þar sem regnbogalitaðar bækur og föstudagstaktur eru leiðandi.

Thursday, 7. February 2013

Skýjaborg á Akureyri og Sauðárkróki um helgina

Barnasýningin Skýjaborg verður á norðurlandi um helgina. Skýjaborg er gullfalleg og einstök sýning fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 4ra ára. Uppfærslan var tilnefnd til Grímuverðlaunanna 2012 fyrir danssýningu ársins, sprota ársins og barnasýningu ársins.

Wednesday, 6. February 2013

Vinnustofa í París - Auglýst eftir umsóknum

Kjarvalsstofa í París er stúdíóíbúð/vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands og er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.

Wednesday, 6. February 2013

Skapandi atvinnugreinar af sjónarhóli listamanna

Í tengslum við aðalfund sinn býður BÍL – Bandalag íslenskra listamanna, til málþings í Iðnó laugardaginn 9. febrúar undir yfirskriftinni Skapandi atvinnugreinar af sjónarhóli listamanna.
Málþingið er byggt á sex fyrirlestrum, sem fluttir verða af félögum í aðildarfélögum BÍL.

Tuesday, 5. February 2013

Aðalfundur BÍL haldinn í Iðnó 9. febrúar 2013

Aðalfundur BÍL verður haldinn laugardaginn 9. febrúar 2013 í Iðnó við Tjörnina kl. 11:00 – 13:00. Meðlimum í FÍLD er öllum frjálst að sitja fundinn og hefur FÍLD 5 atkvæði þegar gengið verður til kostninga.

Sunday, 3. February 2013

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is