Já elskan

Friday, 28. December 2012

Steinunn Ketilsdóttir frumsýnir í kvöld, 28 desember, í Kassanum Þjóðleikhúsinu, dansverkið Já elskan. Umfjöllunarefni verksins er fjölskyldan, samskipti hennar, meðvirkni, leyndarmál og mynstur.

Hvað heldur fjölskyldum saman? Hvað sundrar þeim? Hvað er brotin fjölskylda? Hvernig aðlögum við okkur í samskiptum við ástvini – og hver eru þolmörk okkar?

Steinunn Ketilsdóttir, danshöfundur fetar nýjar slóðir og skapar nýtt dansverk sem ber nafnið Já elskan. Steinunn, sem er þekkt fyrir persónuleg og tjáningarrík dansverk, kómísk en á sama tíma kaldhæðin, tekst í þetta skiptið á við hugmyndir um fjölskylduna.

Í verkinu er tekist á við aðstæður sem allir hafa upplifað. Hvað er venjuleg fjölskylda? Hvað er á yfirborðinu og hverju er sópað undir teppið? Í Já elskan verða tabú krufin til mergjar, hið ósagða tjáð og óuppfylltar þrár dregnar fram í dagsljósið.

Höfundur: Steinunn Ketilsdóttir
Dramatúrg: Ásgerður G. Gunnarsdóttir
Leikmynd og búningar: Jóní Jónsdóttir
Ljósahönnun: Garðar Þór Borgþórsson
Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir
Hljóðblöndun: Birgir Jón Birgisson
Slagverk: Magnús Trygvason Eliassen
Flytjendur: Árni Pétur Guðjónsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Berglind Pétursdóttir, Hannes Þór
Egilsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Snædís Lilja Ingadóttir
Hönnun & myndasamsetning: Linda Loeskow
Ljósmyndir: Marino Thorlacius
Ráðgjöf: Ása Richardsdóttir
Aðstoð við framkvæmd: Hildur Ketilsdóttir

 

28. desember – FRUMSÝNING 

30. desember
5. janúar
6. janúar
9. janúar
10. janúar 

Sýningar á Akureyri:
26. apríl
27. apríl

 Miðasölu má finna hér eða í síma 551 – 1200

 

https://www.youtube.com/watch?v=wm72Z3FgHko

https://www.youtube.com/watch?v=2-jVWt78qPE

Vefsíða: www.jaelskan.is

Facebook: http://www.facebook.com/pages/J%C3%A1-elskan/282698528499753?ref=ts&fref=ts

 

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is