Íd frumsýnir Á nýju sviði

Þann 22. nóvember næstkomandi mun Íslenski dansflokkurinn frumsýna á Nýja sviði Borgarleikhússins fjögur hrífandi verk eftir unga, upprennandi danshöfunda undir yfirskriftinni Á nýju Sviði.

Tuesday, 20. November 2012

Haustsýning Listdansskóla Íslands

Miðvikudaginn 21. nóvember munu nemendur framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands stíga á svið í Austurbæ og sýna afrakstur æfinga síðustu vikna.

Monday, 19. November 2012

"Handan Heiða"

Dansarinn Bára Sigfúsdóttir mun frumflytja sólóverk sitt "Handan Heiða" (e. On the other side of a sand dune) á Jet Herfst Festival í Brussel næstkomandi laugardag, 17.nóvember.
Verkið fjallar í stuttu máli um lífsleið stúlku/konu þar sem fortíð og samtíð vefjast saman í veröld þar sem tíminn flakkar og ímynduranaflið ræður ríkjum.

Wednesday, 14. November 2012

Unglist - Danskvöld

Danskvöldið á Unglist, listahátíð ungs fólks, fer fram í Austurbæ laugardaginn 10. nóvember kl. 20:00

Frítt er inn á alla viðburði Unglistar

Friday, 9. November 2012

Barbara Mahler - námskeið um helgina!

Von er á hinni frábæru Barböru Mahler aftur til landsins nú næstu helgi.
Barbara er sérfræðingur í Klein tækni, mikil kunnáttukona um anatómíu og einstakur leiðbeinandi. Klein tækni getur veitt manni nýja sýn á eigin líkama og er góð til að vinna með stífleika og meiðsli.

Thursday, 8. November 2012

Íslenskur dansari gerir það gott

Bryndís Ragna Brynjólfsdóttir var á dögunum valin í hóp 100 bestu dansara í heimi á dansárinu 2011-2012 af tímaritinu Dance Europe. Ár hvert tekur tímaritið saman lista yfir framúrskarandi dansara byggðan á tilnefningum dómnefndar, en enginn Íslendingur hefur komist á listann svo vitað sé til.

Monday, 5. November 2012

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is