Mercat de les Flors
Emilía Benedikta Gísladóttir er búin að vera að sýna með Compañia Nacional de danza (CND) í Mercat de les Flors þessa vikuna. Hún dansaði í verkinu Babylon sem er eftir spænsku danshöfundana, Arantxa Sagardoy og Alfredo Bravo.
Vinnslan #4
ERT ÞÚ MEÐ HUGMYND Í VINNSLU?
OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR
Vinnslan #4 verður haldin á Norðurpólnum laugardagskvöldið 8.desember 2012
Námskeið á Dansverkstæðinu
Núna um helgina, 26.-28. október, mun Dansverkstæðið halda spennandi vinnustofu fyrir dansara, leikara, tónlistarmenn, myndlistarmenn og aðra áhugasama. Þessi vinnustofa er með hinum þekkta finnska tónlistarmanni Tapani Rinne og félaga hans Teho Majamaki.
Retrograde í Danmörku

Menningarfélagið er um þessar mundir í Árósum í Danmörku með dansverkið Retrograde. Verkið verður sýnt á hátíðinni Junge Hunde en leikhúsið Bora Bora sem er leikhús fyrir dans- og sviðslistir í Árósum heldur utan um hátíðina.
Við sáum skrímsli í Berlín

Erna Ómarsdóttir og Shalala sýna nú Við sáum skrímsli á Berliner Festspiele. Sýningarnar verða þrjár en einnig mun Lazyblood halda tónleika á hátíðinni. Skrímlsunum hefur verið mjög vel tekið og uppselt á allar sýningar.
Ný stuttmynd í bígerð

Ný dansmynd, hreyfimynd eða "Physical cinema" er í vinnslu þessa dagana hjá Helenu Jónsdóttur, tónskáldaleit, klippivinna og danshönnun.
Spennandi námskeið framundan á Dansverkstæðinu
Finnski tónlistarmaðurinn Tapani Rinne og samstarfsmaður hans Teho Majamaki eru á leið til landsins í lok október til að halda námskeið á Dansverkstæðinu. Skoðað verður samband tónlistar og hreyfinga og hið lifandi leikhús.
Íslenski dansflokkurinn - Októberuppfærsla

Þann 5. október næstkomandi mun Íslenski dansflokkurinn frumsýna verkin Hel haldi sínu og It is not a metaphor á Stóra sviði Borgarleikhússins. Verkin eru mjög ólík og munu áhorfendur upplifa skemmtilegar andstæður þar sem dans, tónlist, myndlist og aðrar listir sameinast í því að næra skilningarvit áhorfandans.