MORGUNTÍMAR Í OKTÓBER Í DANSVERKSTÆÐINU

Í október munu hin frábæru Tanja Marín Friðjónsdóttir og Tony Vezich kenna morguntímana hjá okkur.

Tanja kennir 2, 4, 9, og 11. október og Tony kennir 16, 18, 23, og 25. október. Tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 10:00-11:30

Friday, 28. September 2012

Workshop # 2 með Barböru Mahler

Barbara Mahler master kennari í Klein Technique mun heimsækja Dansverkstæðið helgina 10. - 11. nóvember næstkomandi.
Mikil ánægja var með námskeiðið sem hún hélt nú á dögunum í Dansverkstæðinu sem og þá tíma sem hún kenndi í Íslenska dansflokknum og við Listaháskóla Íslands.

Tuesday, 25. September 2012

Ballettráðstefna í Stokkhólmi

Dagana 13.-15. september síðastliðinn var haldin í Stokkhólmi ráðstefna með yfirskriftinni Ballet why and how? Á ráðstefnunni var leitast við að svara spurningunni afhverju við ættum að vera að dansa ballett og hvernig ætlum við að dansa ballett. Mun meira fór þó fyrir erindum um hvernig við ætlum að dansa ballett heldur en af hverju við ættum að gera það.

Monday, 24. September 2012

GAGA TÆKNI Á DANSVERKSTÆÐINU!

Næstu tvær vikurnar mun hin frábæra Shi Pratt leiða tíma í Gaga tækni á Dansverkstæðinu. Tímarnir fara fram 18, 20, 25 og 27 september frá 10:00 - 11:30

Frítt er fyrir meðlimi Dansverkstæðisins.
Verð fyrir einstaka tíma: 1.000 krónur.

Monday, 17. September 2012

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In control verður haldin í Reykjavík í fimmta sinn

Alþjóðleg ráðstefna um stafræna miðlun skapandi greina.

Meðal fyrirlesara sem hafa staðfest komu sína eru listamaðurinn Tracey Moberly og Roberta Lucca frá tölvuleikjafyrirtækinu Bossa Studios.

Sunday, 16. September 2012

DÚNN

Litlar og nettar frumsýna verkið DÚNN í Tjarnarbíó næst komandi föstudag (14.september).
Litlar og nettar eru þær Ásrún Magnúsdóttir og Berglind Pétursdóttir. Til liðs við þær að þessu sinni eru listafólkið Áki Ásgeirsson, Ása Dýradóttir og Jóhann Bjarni Pálmason.

Friday, 14. September 2012

Skrattinn heimsækir Finnland

Dansararnir og danshöfundarnir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir sýna nú um helgina verkið Glymskrattann í Kutomo leikhúsinu í Turku, Finnlandi. Sýndar verða tvær sýningar á föstudags og laugardagskvöldið næstkomandi en verkið deilir kvöldi með sænsku og finnsku dönsurunum Anne-Mareike Hess og Sandra Lolax.

Thursday, 13. September 2012

Barnasýningin Skýjaborg á leið í sýningaferðalag

Danssýningin Skýjaborg eftir Tinnu Grétarsdóttur var frumsýnd í Kúlunni, barnasviði Þjóðleikhússins, í mars og hlaut afar góðar viðtökur. Hún hefur síðan verið sýnd á leikskólum borgarinnar og síðar í vetur liggur leiðin til Akureyrar. En fyrst fer hún til Noregs því á föstudaginn hefjast sýningar á Dansens Hus í Osló.

Thursday, 6. September 2012

Barbara Mahler kennir á dansbraut LHÍ

Bandaríski dansarinn, danshöfundurinn og master kennari í Klein Tækni
Barbara Mahler er stödd hér á landi og kennir fyrsta árs nemendum á dansbraut í þessari viku.

Wednesday, 5. September 2012

Nýtt sýningarár Íslenska dansflokksins

Nýtt sýningarár er að hefjast hjá Íslenska dansflokknum. Næstkomandi sýningarár er það fyrsta undir listrænni stjórn Láru Stefánsdóttur og mun flokkurinn frumsýna sex ný dansverk ásamt því að sýna margverðlaunað dansverk eftir Johan Inger.

Tuesday, 4. September 2012

Dansmyndin Gibbla á hátíð í Brasilíu

Dansstuttmyndin Gibbla sem frumsýnd var í Bíó Paradís fyrir ári síðan sem hluti af Reykjavík Dance Festival er eitt þeirra verka sem valið var til sýningar á Dança em Foco hátíðinni í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hátíðin fer fram dagana 27. ágúst - 9. september.

Sunday, 2. September 2012

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is