Morguntímar í september í Dansverkstæðinu

Morguntímar í september verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 10 í nýju heimkynnum okkar, Skúlagötu 30 (við hliðina á Kex)

Friday, 31. August 2012

Námskeið með Barbara Mahler

Dansverkstæðið í samvinnu við Listaháskóla Íslands býður upp á helgarnámskeið með Barbara Mahler, master teacher í Klein tækni.

Hvar: Dansverkstæðið, Skúlagötu 30 Hvenær: 1.-2. september

Friday, 31. August 2012

Látum það gerast!

Farandráðstefna Make it Happen á Austurlandi dagana 25. - 28. september n.k.

Austurbrú stendur fyrir ráðstefnunni „Make it Happen” – sem er haldin í tilefni af 10 ára afmæli Menningarráðs Austurlands og til að fagna 10 ára menningarsamstarfi við Vesterålen í Noregi.

Wednesday, 29. August 2012

Valgerður Rúnarsdóttir frumsýnir nýtt verk með Sidi Larbi Cherkaoui

Fyrr í sumar fór fram frumsýning á nýju verki eftir hinn virta danshöfund Sidi Larbi Cherkaoui. Verkið nefnist Puz/zle og var frumsýnt á einni elstu sviðslistahátíð heims í Avignon í Frakklandi. Meðal dansara í verkinu er Valgerður Rúnarsdóttir sem einnig tók þátt í að skapa verkið. Valgerður hefur unnið undanfarin 5 ár með Sidi Larbi í hinum ýmsu verkefnum.

Monday, 27. August 2012

Melkorka sýnir í Berlín

Dansarinn og danshöfundurinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er þessa stundina á sýningarferðalagi um Evrópu með sviðslistahljómsveitinni John the Houseband. Hópurinn vinnur nú að sýnu öðru verki í fullri lengd sem ber heitið John Quixote - songs and dances for the EU.

Wednesday, 22. August 2012

"> a flock of us <" í Ísrael

"> a flock of us <", sem frumsýnt var í Hafnarhúsinu á Reykjavík Dance Festival 2011, verður sýnt í Ísrael 23. og 24. ágúst á Machol Acher danshátíðinni í Tel Aviv. Hátíðin er haldin annað hvert ár og tilgangur hennar er að hvetja til samstarfs danslistar og annarra listforma, svo sem tón-, hljóð- og kvikmyndalista.

Monday, 20. August 2012

Skýjaborg á Menningarnótt

Skýjaborg er danssýning sem er sérstaklega hugsuð fyrir yngstu börnin þar sem litir, form, ljós og tónlist tala til barnanna. Verkið fjallar um tvær verur, Sunnu og Storm, sem vakna furðulostnar upp á ókunnum stað. Þegar þær eru að byrja að ná áttum fer vindurinn skyndilega að blása og umhverfið breytist.

Friday, 17. August 2012

Emilía kveður Dansflokkinn í bili

Dansarinn, Emilía Benedikta Gísladóttir, sem hefur verið dansari hjá Íslenska dansflokknum síðastliðin 7 ár komst að hjá aðal dansflokki Spánverja. Flokkurinn heitir Compania Nacional de Danza og er staðsettur í Madríd. Í flokknum eru um 40 dansarar og stjórnandi flokksins er José Carlos Martíne,z fyrrum sólóisti Parísar Óperunnar

Friday, 10. August 2012

Dans - Dúettar í Gaflaraleikhúsinu

Fimmtudagskvöldið 16. ágúst verða sýndir tveir dúettar samdir af núverandi og nýútskrifuðum nemendum úr dansskólanum P.A.R.T.S. í Brussel.

Thursday, 9. August 2012

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is