Undúla Dansflokkurinn kynnir, tvö ný dansverk.

Friday, 29. June 2012

Verkin "Hringrás" og "Heimsóknatími" verða sýnd 4.júlí í Gaflaraleikhúsinu. Sýningarnar eru klukkan 19.30 og 21.30.
Miðaverð 1000 kr.

Um Heimsóknatíma:
Komdu í heimsókn, inn í heim tíu kvenna sem eru lokaðar inni í húsi einhvers staðar í heiminum. Sjáðu hvað þær gera til að stytta sér stundir.

Um Hringrás:
Allt fer í hringi í lífinu, hvar sem er og hvert sem er litið á sér stað einhvers konar hringrás. Frá því við fæðumst þangað til við deyjum, hring eftir hring eftir hring...

Danshöfundur: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir í samvinnu við hópinn.

Dansarar: Anna Kristín Gunnarsdóttir, Bryndís Snæfríður Gunnarsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Gunnhildur Eva Guðjohnsen Gunnarsdóttir, Indy Alda Saouda Yansane, Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir, Þórey Birgisdóttir, Þórhildur Jensdóttir.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is