Keðja óskar eftir umsóknum

Tuesday, 26. June 2012

Keðja hefur auglýst eftir umsóknum í þrjú verkefni sem hefjast 2012-2015:

1. Wilderness dance (Dans í óbyggðum) þar sem listhópar eiga þess kost að dveljast tvisvar sinnum 21 dag á fámönnum stöðum í Noregi, Finnlandi, Danmörku, Lettlandi og á Íslandi.
Að loknu dvalartímabili munu samstarfsaðilar velja verkefni til frekari þróunar og sýninga.

2. Mentor Scheme (vinna með lærimeistara) þar sem 12 ungir framleiðendur/framkvæmdastjórar í sviðslistum læra af og vinna með lærimeistara í tvö ár og sækja námskeið.

3. Innlegg um sviðslistir árið 2032 fyrir Keðjuviðburðinn í Tallinn, 18. - 20. september n.k.

Frekari upplýsingar um verkefnin þrjú má finna á heimasíðu Keðju.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is