Jaðarsöngleikurinn Tickling Death Machine frumsýndur í Iðnó

Sunday, 3. June 2012

Shalala kynnir // presents:
Jaðarsöngleikinn // The Borderline Musical

The Tickling Death Machine,

Iðnó 8. júní kl. 20:30
Iðnó June 8th at 8:30 pm

Videó:
http://www.youtube.com/watch?v=MLSvAx1AZms&feature=youtu.be

 

Jaðarsöngleikurinn Tickling Death Machine frumsýndur í Iðnó

Dansflokkurinn Shalala og hljómsveitirnar Lazyblood og Reykjavík! munu sýna jaðarsöngleikinn Tickling Death Machine í Iðnó föstudaginn 8. júní kl. 20:30. Um er að ræða Íslandsfrumsýningu en áður hefur þessi rómaði jaðarsöngleikur verið sýndur á Listahátíðum í Brussel og Orléans í Frakklandi. Miðasala er á www.midi.is

Hvað er TICKLING DEATH MACHINE?

Tickling Death Machine er samstarfsverkefni tveggja hljómsveita, dansara og fleira góðs fólks. Það er ekki tónleikar, það er ekki dansverk og það er ekki leikhús en á sama tíma er það allt þetta. Það er kannski eins konar andaglas þar sem áhorfendur hverfa á brott með bros á vör og hlýju í hjarta.

Verkið var frumsýnt á sviðslistahátíðinni KUNSTENFESTIVAL DES ARTS í Brussel vorið 2011 og var sýnt þar fyrir fullu húsi alls fjórum sinnum. Í kjölfarið var verkið bókað á hátíð í Orléans í Frakklandi og í haust verður verkið sýnt á KYOTO EXPERIMENT í Kyoto, Japan.

THE TICKLING DEATH MACHINE

“Skildu sjálfsmyndina eftir við dyrnar og leyfðu okkur að afhausa þig aðeins.”

Við höldum gegnum vélina, við ferðumst, við sleppum taki á fortíðinni og við sökkvum okkur í gleði afhöfðunarinnar, kitlandi tilfinning neðst í maganum færir okkur frelsi frá öllum óttanum, öllum óttanum sem hefur haldið okkur niðri. Endanlegt frelsi, algert frelsi, frelsið er yndislegt, við gerum það sem við viljum, hauslaus og hamingjusöm fljótum við yfir okkur sjálfum og okkur er létt.

Hugurinn er skýr og skynfærin eru í ró

Þegar öllu er á botninn hvolft erum við öll höfuðlausar skepnur sem stjórnast einvörðungu og einungis af ómeðvituðum vöðvakippum og hnykkjum, bylmings-æðaslætti og kaótískum draumhreyfingum, rafmagni í vöðva. Því hristum við af okkur dauðleikadáið og byrjum upp á nýtt, í anda eilífrar endurkomu hins sama og órúbórósar. Öll verðum við það sem við eitt sinn vorum, okkar dýrslega eðli snýr aftur; dýrið hikar ekki, dýrið berst fyrir tilvist sinni með því að lúta syndum forfeðra sinna og endurtaka þær.

Það sem gerist innan vélarinnar og það sem kemur út úr henni á endanum er undir þér komið. Þín er völin og þín er kvölin.

LAZYBLOOD hefur boðið Reykjavík! að kanna með þeim dýpstu lægðir mannssálarinnar með miðilinn ROKK OG RÓL að vopni. Skildu sjálfsmyndina eftir við dyrnar og leyfðu okkur að afhausa þig aðeins.

Við vonum að þú hverfir héðan með bros á vör og hlýju í hjartanum.

Við elskum.

 

Um aðstandendur:

Shalala:
Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson hafa sett upp fjölda sýninga um allan heim.
Verk Shalala hafa verið sýnd á mörgum helstu dans og sviðslisthátíðum Evrópu og víðar og hlotið frábæra gagnýni og viðtökur. Helstu verk þeirra eru á sýningarferðalagi um þessar mundir og síðastliðið ár eru Teach us to outgrow our madness og We saw monsters sem var frumsýnt á Listahátið Reykjavíkur, 2011 í Þjóðleikhúsinu. Það mun verða sýnt meðal annars á Feyneyjartvíæringnum og hinnar virtu Berliner Festspiele á þessu ári.

Reykjavík!:
Reykjavík er rokkhljómsveit frá Ísafirði og Reyðarfirði sem býr samt í Reykjavík (þegar hún býr ekki annarsstaðar). Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur sem allar hafa hlotið ljómandi góðar viðtökur og verðlaun-- sú síðasta, LOCUST SOUNDS hlaut m.a. Kraumsverðlaun fyrir plötu ársins 2011 og sú fyrsta var víða valin PLATA ÁRSINS 2006. Þeir eru alltaf að spila einhversstaðar fyrir útlendinga (þegar þeir eru ekki að spila fyrir íslendinga) hafa unnið með fullt af sniðugu fólki, m.a. Valgeiri Sigurðssyni, Ben Frost, Mugison og Birgi Jóni Birgissyni.

LAZYBLOOD:
LAZYBLOOD er hljómsveit þeirra Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar (sá er líka í Reykjavík!). Fyrsta breiðskífa verður brátt tilbúin til útgáfu, en LAZYBLOOD hefur víða vakið athygli, m.a. mátti lesa grein um hana í tölublaði af Ítalska Vogue um daginn. Hún var einnig valin í hópi 10 bestu á Airwaves 2010 af ólíkum gagnrýnendum Grapevine.

HUGTAK
Erna Ómarsdottir & Valdimar Jóhannsson

TÓNLIST, ORÐ OG HREYFINGAR
Lazyblood (Erna Ómarsdottir & Valdimar Jóhannsson)

TÓNLIST OG ORÐ
Reykjavík! (Valdimar Jóhannsson, Bóas Hallgrímsson, Haukur S Magnússon, Kristján F Halldórsson, Ásgeir Sigurðsson & Guðmundur B Halldórsson)

 

Tickling Death Machine premiered in Iceland

Tickling Death Machine will be premiered in Iceland on the 8th of June in Iðnó (Vonarstræti 3, 101 Reykjavik). Tickling Death Machine is concert performance written and arranged by dance collective Shalala to the music of Reykjavik! and LAZYBLOOD. Tickets will be sold on www.midi.is and sales will start on the 12th of May.

What is TICKLING DEATH MACHINE?

Tickling Death Machine is a collaboration of musicians, dancers, performers and other good people. It is not a concert, not a dance performance and definitely not a theater piece, but some sort of a compensation of these. But it's most surely will keep an audience involved and perplexed for 90 minutes and send them out into the night with warmth in their hearts and a smile on the face.

The performance was first premiered at KUNSTENFESTIVAL DES ARTS in Brussels in the spring of 2011 where it was shown on four occasions, much to the enjoyment of guests and of course the artists themselves. Tickling Death Machine has also been invited to the KYOTO EXPERIMENT in Japan next fall.

THE TICKLING DEATH MACHINE

Through the machine we go, letting go of the past and immersing ourselves in joy of decapitation, the tickling sensation brings us closer to being free of the fears that weighted us down. We float above ourselves and feel relieved. The mind is clear and the senses tranquil.

In the end we are all headless creatures, controlled only by involuntary contorted muscle spasms, throbbing veins and chaotic, trance-like movements. We shake loose the mortal coil and begin anew. All of us become what we once where, an animal of instinct, an animal without hesitation, an animal that fights for its survival by surrendering to it´s own ancestral prowess.

What transpires within the machine and what comes out of it at the end of the line is for you to decide and experience.

Lazyblood invites Reykjavík! to explore with them the depths of the human psyche through the medium of rock´n´ roll.Leave your ego behind and be temporarily beheaded.

We hope you will leave this place with a smile on your face and warmth in your heart.

 

About the performers:

Shalala:
Shalala was founded in 2007 around the work of Erna Ómarsdóttir, Valdimar Johannsson and their collaborators.

Shalala is based in Iceland and Belgium and their works have mostly been shown and performed in Europe and America receiving standing ovations from audience and raving reviews from critics. Their recent works currently on tour are Teach Us To Outgrow Our Madness and We Saw Monsters which was premiered in the Reykjavík Art Festival 2011. It will be performed among other places in the Venice Bienale and the prestigious Berliner Festspiele this year.

Reykjavík!:
Reykjavik! is a rockband from Isafjord and Reydarfjord, but recites in Reykjavik (when she is not somewhere else). They have released three studio albums that have all been very well received and been awarded many many prices. The latest, Locust Sounds, received the Kraumur award for most excellent album of 2011 and scored high on many Album of the Year lists in Iceland. They are constantly on the move and trying to better themselves and are eager to play music for people wherever people want to listen to them. They have also collaborated with a bunch of nice people, like Ben Frost, Valgeir Sigurðsson, Mugison, Birgir Jón Birgisson, FM Belfast and more.

LAZYBLOOD:
Lazyblood is a duet. When Erna Ómarsdottir and Valdimar Jóhannsson are not dancing around the world they make music as Lazyblood. They have been playing on various art and music festivals in Europe the last year and their first album will be ready shortly. Lazyblood was selected by the writers of Reykjavik Grapevine as one of the 10 best bands on the 2010 Airwaves festival.

Concept
Erna Ómarsdottir & Valdimar Jóhannsson

Music, text & choreography
Lazyblood (Erna Ómarsdottir & Valdimar Jóhannsson)

Music & text
Reykjavík! (Valdimar Jóhannsson, Bóas Hallgrímsson, Haukur S Magnússon, Kristján F Halldórsson, Ásgeir Sigurðsson & Guðmundur B Halldórsson)

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is