Danssýning í Tokyo

Frosting er lifandi innsetning þar sem danslist, tónlist og myndlist koma saman og mynda heilt listaverk. Verkið er frumsýnt í Tokyo, Japan þann 2. Júní. Verkið er sýnt í gallerýinu xyz collection sem er rétt fyrir utan lestarstöðina Shibuya í Tokyo.
Frosting verður svo sýnt á Íslandi í ágúst.

Thursday, 31. May 2012

Sumarnámskeið 4. til 29. júní

Frábærir kennarar leiða tímana og gerir þá skemmtilega og áhugaverða.
Lögð er áhersla á að byggja upp góðan grunn hjá nemendum með því að kenna þeim grundvallaratriðin í lisdansi. Nemendur læra að beita líkama sínum á réttan hátt og lögð er áhersla á vandvirkni og nákvæmni í hreyfingu sem nemendur búa síðan að alla tíð og fleytir þeim áfram í frekari danssnámi.

Tuesday, 29. May 2012

Glymskrattinn

Nýir íslenskir danstónleikar verða frumsýndir á miðvikudaginn þar sem Þjóðleikhúskjallaranum verður breytt í rafmagnaðan tónleikastað.

Glymskrattinn leggur sig í líma við að bregða nýju ljósi á sviðsframkomu og þekkt dansspor í poppkúltúr samtímans í kraftmikilli og nýstárlegri leikhúsupplifun sem vindur fram á jafnvægisslá tónleika og dans.

Tuesday, 22. May 2012

Vinnslan

Laugardagskvöldið 19. maí næstkomandi ætla Maddid og Fimbulvetur að hleypa af stokkunum Vinnslunni í húsnæði Norðurpólsins, í samvinnu við Alheiminn.

Saturday, 19. May 2012

Contact Improv námskeið í Dansverkstæðinu

3 vikna Contact Improv námskeið í Dansverkstæðinu 15. maí til 31. maí.
Hver tími muna byggjast upp á upphitun, tæknilegum æfingum þar sem farið verður í grunnatriði snertispunans og loks á spuna með félaga. Hver tími mun enda á svokölluðu "contact jam". Námskeiðið er öllum opið!

Friday, 18. May 2012

Dansinn tekur yfir Hörpu

Það má segja að dansinn hafi tekið yfir tónlistarhúsið Hörpu, en þessa viku eru þrír dansviðburðir á dagskrá í húsinu.

Thursday, 17. May 2012

Menningarnótt 2012

Menningarnótt verður haldin í sautjánda sinn þann 18. ágúst næstkomandi. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum eða söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum.

Thursday, 17. May 2012

Verk Margrétar Söru Guðjónsdóttur danshöfundar sýnt í Óperunni í Gautaborg

Sviðsverkið „Soft Target“ eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur, sem frumsýnt var í Listasafni Reykjavíkur á vegum Reykjavík Dance Festival 2010, verður sýnt í óperuhúsi Gautaborgar þann 20.maí næstkomandi, sem hluti af Listahátíðinni í Gautaborg.

Tuesday, 15. May 2012

Framandi ferðalag skilningarvitanna um heim dans, tónlistar og myndmáls.

Íslenski dansflokkurinn og GusGus mun frumsýna verkið „Á vit...“ þann 18. maí næstkomandi. Verkið er í samstarfi við Hörpu og Listahátíð í Reykjavík og verður sýnt í Norðurljósasal Hörpu.

Friday, 11. May 2012

Dansmyndakvöld í Tjarnarbíói

Á undanförnum 7 vikum hafa nemendur á öðru ári dansbrautar Leiklistar og Dansdeildar LHÍ verið á dansmynda námskeiði undir handleiðslu Helenar Jónsdóttur danshöfunds og Hálfdáns Theodórssonar kvikmyndagerðarmanns.

Thursday, 10. May 2012

Starf Skólastjóra Listdansskóla Íslands

Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um menntun og störf umsækjanda, og stutt greinargerð um hvernig umsækjandi telur að þekking hans og kunnátta geti nýst innan Listdansskólans. Afrit af próf- skírteinum og staðfest meðmæli um helstu störf skulu fylgja með.

Wednesday, 9. May 2012

Dans á Listahátíð

Á Listahátíð í ár kennir ýmissa grasa en tvö dansverk verða á hátíðinni.

Íslenski dansflokkurinn og GusGus bjóða til veislu þar sem sameinaðir eru kraftar ólíkra listforma og frumsýndar verða stuttmyndir Reynis Lyngdal og Katrínar Hall. Á vit... býður áhorfendum í ferðalag þar sem dans, tónlist og myndir kalla fram framandi viðbrögð skilningarvitanna.

Tuesday, 8. May 2012

Lag úr verkinu Glymskrattinn

"Broken" Fyrsta lag danstónleikasýningarinnar "Glymskrattinn" er komið á youtube en verkið verður frumsýnd 25. maí í Þjóðleikhúskjallaranum í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Í þessu nýja íslenska sviðsverki verður Þjóðleikhúskjallaranum breytt í rafmagnaðan danstónleikastað. Glymskrattinn eru danstónleikar þar sem báðir miðlar eru í forgrunni.

Tuesday, 8. May 2012

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is