Vorsýning Listdansskóla Hafnarfjarðar

Vorsýning Listdansskóla Hafnarfjarðar "Einu sinni var...." verður haldin í Borgarleikhúsinu þann 1.maí kl. 16.30 og 17.30 (tvær sýningar).

Áhorfendur fá að líta inní heim ævtintýra og kynnast Þyrnirós, Öskubusku, Mjallhvíti, Hans og Grétu, Litlu Hafmeyjunni, Aladdin og Konung Ljónanna.

Monday, 30. April 2012

Alþjóðlegi dansdagurinn, 29. apríl

Í tilefni alþjóðlega dansdagsins, sunnudaginn 29. apríl stendur FÍLD fyrir opnu húsi í Tjarnarbíó þar sem skoða má „pop-up” safn íslenskrar danssögu: Upplýsingar um íslenskan listdans, dansstofnanir og dansskóla hanga uppá veggjum í anddyri, ásamt videobrotum á sjónvarpsskjám.

Friday, 27. April 2012

Shalala á ferð og flugi

Shalala dans og leikhópur Ernu Ómarsdóttur, Valdimars Jóhannssonar og félaga hefur sem fyrr verið á ferð og flugi síðastliðið ár og sýnt á nokkrum helstu sviðslistarhátíðum Evrópu. Þau eru nýkomin úr Frakklandsför þar sem þau sýndu meðal annars verkið Teach us to outgrow our madness og Tickling death machine.

Friday, 20. April 2012

Gleðilega Barnamenningarhátíð!

Kæru unnendur barnamenningar,

Í dag stigu 1200 börn úr grunnskólum Reykjavíkur mikinn og litríkan gleðidans í Hörpu við opnun Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Í kjölfarið tók við fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar um alla borg.

Wednesday, 18. April 2012

Point dansstúdíó auglýsir eftir danskennara næsta vetur

Point dansstúdíó er jazzballettskóli sem starfræktur er á Akureyri. Seinustu 7 vetur hefur dansskólinn stækkað og dafnað og áhugi Akureyringa og nærsveitunga á dansi er ótrúlegur. Nemendur skólans eru nú rétt tæplega 400 og kennarar eru 11.

Tuesday, 17. April 2012

Balancing on books with books

Clara Folenius, úr danshópnum Raven, mun sýna The Book Lady. Verkið er byggt á karakter sem er tekinn úr öðru verki, COURT 0.9144m, en það var flutt á Reykjavík Dance Festival 2011. The Book Lady verður hluti af þemadeginum Lestur er bestur í Bókasafni Kópavogs.

Sunday, 15. April 2012

Glymskratti í Frakklandi

Dansararnir og danshöfundarnir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir vinna nú að nýjasta verki sínu í vinnustofunni P-af í Frakklandi. P-af (Performing Arts Forum) er gamalt klaustur í bænum St. Erme sem var endurinnréttað fyrir sviðslistafólk og er rekið af Hollenska leikstjóranum Jan Ritsema.

Tuesday, 10. April 2012

Shalala sýnir í Frakkland

Dansflokkurinn Shalala sýnir dansverkið Teach Us To Outgrow Our Madness, í Villeneuve d´Ascq í Frakklandi. Verkið verður sýnt dagana 3. og 4. apríl næstkomandi í leikhúsinu La rose des Vents. En verkið hefur ferðast víða um Evrópu síðan það var frumsýnt fyrir þremur árum á danshátíðinni Les Antipodes í Brest Frakklandi árið 2009 og var m.a. sýnt í Þjóðleikhúsinu vorið 2009 og á Keðju Reykjavík 2010.

Tuesday, 3. April 2012

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is