Félag íslenskra listdansara 65 ára

Í dag 27.mars, eru 65 ár liðin frá því að fimm konur komu saman á heimili Ástu Norðmann til þess að stofna Félag íslenskra listdansara (FÍLD). Ásta var fyrsti formaður félagsins en auk hennar voru stofnfélagar þær Sigríður Ármann, Sif Þórz, Rigmor Hansen og Elly Þorláksson. Þær höfðu allar numið dans erlendis og voru að hasla sér völl í íslensku listalífi

Tuesday, 27. March 2012

Námskeið fyrir listamenn

Aura býður upp á hagnýtt námskeið fyrir listamenn í verkefnastjórnun, áætlanagerð, fjármál, styrkjaumhverfið og umsóknir.

Námskeiðið er hagnýtt fyrir þá listamenn sem ganga með hugmynd að verkefni í maganum. Námskeiðið miðar að því að gera listamenn færa í að stýra eigin verkefnum og sækja um styrki.

Monday, 26. March 2012

700IS Hreindýraland 2012

Kvikmynda- og vídeólistahátíð á Austurlandi 700IS HREINDÝRALAND hóf göngu sína árið 2006 að frumkvæði Kristínar Scheving myndlistarkonu og þáverandi framkvæmdastjóra Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og er nú haldin í sjöunda sinn 24. - 29. mars næstkomandi.

Thursday, 22. March 2012

Skýjaborg

Barnaverkið Skýjaborg verður frumsýnt Í Kúlunni, Þjóðleikhúsinu nk laugardag. Danssýning ætluð börnum frá sex mánaða til þriggja ára

Skýjaborg er danssýning sem er sérstaklega hugsuð fyrir yngstu börnin þar sem litir, form og tónlist tala til barnanna.

Wednesday, 21. March 2012

3 heimsóknir í Dansverkstæðið

Þann 23 - 25 mars næstkomandi mun fyrsta heimsókn af þremur hefjast á Dansverkstæðinu.

Fyrsti gesturinn er dramatúrgurinn Irene Kraus, hún mun vera með vinnustofu þar sem skoðað verður þörfin fyrir dramatúrgíu í dansi.

Wednesday, 21. March 2012

Dansarar! Nú fer hver að verða síðastur

Umsóknarfrestur til að sækja um inn á Samtímadansbraut Leiklistar- og Dansdeildar LHÍ fyrir skólaárið 2012-2013 rennur út 23. mars. Inntökupróf verða haldin á Sölvhólsgötu 13, 10. og 11 april. Allar nánari upplýsingar um umsóknarferlið er á www.lhi.is

Tuesday, 20. March 2012

Dansverkstæðið auglýsir eftir verkefnastjóra

Dansverkstæðið óskar eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga og reynslu af dansi, sviðslistum og verkefnastjórn í hlutastarf.

Tuesday, 20. March 2012

Svanavatnið í Svartaskógi, vorsýning Listdansskóla Íslands

Vorsýning Listdansskóla Íslands að þessu sinni nefnist Svanavatnið í Svartaskógi og verður hún sýnd í Borgarleikhúsinu mánudaginn 26.mars kl. 17 og kl. 20 (tvær sýningar). Listdansskólinn fagnar um þessar mundir 60 ára afmæli sínu og er meira lagt í sýninguna en oft áður og allir nemendur skólans taka þátt í uppfærslunni á þessu þekkta verki.

Monday, 19. March 2012

Inntökupróf Klassíska listdansskólans 20. mars

Innritun er hafin fyrir dansárið 2012-2013
Klassíski listdansskólinn heldur inntökupróf þriðjudaginn 20. mars 2012 fyrir umsækjendur fædda árið 1997 og eldri

Saturday, 17. March 2012

Frábært tækifærir fyrir alla dansara!

Laugardaginn 10. og sunnudaginn 11. mars mun TRINITY LABAN [http://www.trinitylaban.ac.uk/] listaháskóli í London halda listdanssnámskeið og inntökupróf fyrir dansárið 2012- 2013.

Námskeiðið er haldið í húsnæði Klassíska listdansskólans að Grensásvegi 14.
Ekki þarf að skrá sig á báða dagana til að taka þátt.

Friday, 9. March 2012

Minus 16 - Lokasýningar 10/3 og 16/3

Við hjá Íslenska dansflokknum viljum vekja athygli á að aðeins eru tvær sýningar eftir af Minus 16 eftir Ohad Naharin og því síðustu forvöð að tryggja sér miða.

Ekki missa af sýningunni enda hefur hún fengið glimrandi dóma og þykir aðgengileg, líka fyrir þá sem ekki eru vanir danssýningum.

Wednesday, 7. March 2012

Lára Stefánsdóttir listdansstjóri Íslenska dansflokksins

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Láru Stefánsdóttur í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins til fimm ára frá 1. ágúst 2012 að telja.
Ráðherra skipar listdansstjóra að fenginni tillögu stjórnar Íslenska dansflokksins.

Tuesday, 6. March 2012

Menningarverðlaun DV - Tilnefningar fyrir Danslist

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2011 verða afhent miðvikudaginn 7.mars í Iðnó klukkan 17.00. Í ár eru verðlaun veitt í níu flokkum og eru tilnefningar 46 talsins. Auk þess eru veitt verðlaunin Val lesenda þar sem lesendum DV.is gefst tækifæri til þess að kjósa þá tilnefningu sem þeim lýst best á. Sú kosning er hafin.

Monday, 5. March 2012

Dansstúdíó Emelíu

Emelía Antonsdóttir Crivello hlaut á dögunum styrk frá Menningarráði Austurlands vegna verkefnisins Dansstúdíó Emelíu. Verkefnið stuðlar að listdanskennslu á Egilsstöðum, en þar er engin dansskóli að staðaldri. Sumarið 2012 mun Dansstúdíó Emelíu halda úti danskennslu fyrir börn og fullorðna í tólf vikur samfleytt.

Monday, 5. March 2012

Spiral dansflokkurinn kynnir í samstarfi við Norðurpólinn

Discomfort in Comfort
Okkur dreymir. Vid tökum áhættur. Vid komum heim i lok dags.
Fólk leitar oft eftir áskorandi lífsgildum, þeirri tilfinningu að tilheyra og stöðugleika annars vegar og nýrri reynslu og áskorunum hins vegar. Til að þróa þetta er sagt að við þurfum að stækka þægindarammann með því að gera hluti sem okkur þykir óþægilegir.

Sunday, 4. March 2012

Íslenski dansflokkurinn sýnir í Hofi á Akureyri

Íslenski dansflokkurinn sýnir Minus 16 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 8. mars næstkomandi. Á dagskránni verða tvö ólík verk sem bæði höfða til breiðs áhorfendahóps. Sýningin er því ætluð allri fjölskyldunni og fá 16 ára og yngri miðann á hálfvirði.

Friday, 2. March 2012

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is