Opinn tími á dansbraut föstudaginn 2. mars kl. 16 og aftur kl. 17

Tony Vezich danshöfundur og kennari í samtímadansi hefur verið að vinna með 2.árs nemendum dansbrautar Leiklistar og dansdeildar LHÍ, á undanförnum 5 vikum bæði í tækni IV og Skapandi ferli IV. Afrakstur þeirrar vinnu verður sýndur inn í dansstúdíói hjá okkur á Sölvhólsgötunni, föstudaginn 2. mars kl. 16 og aftur kl. 17.

Tuesday, 28. February 2012

ÚPS!

Í Reykvélarviðtalinu hér að neðan ræðir Símon Birgisson við Hannes Óla Ágústsson um hvernig það er að vera leikari í dansverkinu Úps!. Verkið verður frumsýnt í Tjarnarbíói þann 1. mars en aðeins eru fyrirhugaðar fjórar sýningar svo það er um að gera að ná sér í miða.

Monday, 27. February 2012

„Steinunn and Brian“

Dansflokkurinn „Steinunn and Brian“ lögðu land undir fót í lok janúar síðastliðinn og hafa verið stödd í Montana í Bandaríkjunum síðustu vikurnar. Á meðan á dvöl þeirra stendur munu þau Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke vera í vinnustofu hjá Headwaters Dance Company þar sem þau halda áfram að vinna að nýjasta verkinu sínu „the bodies“ sem frumsýnt verður næsta haust.

Saturday, 25. February 2012

Dans í Ásmundarsafni

Nemendur framhaldsbrautar Klassíska listdansskólans (ballet.is) sýna AFTUR verkið sem þau sýndu á Safnanótt í Ásmundarsafni.
Ekki missa af þessu núna á föstudaginn 24. febrúar, dansverkið byrjar kl 18:00 (verkið er 35 min.).

Friday, 24. February 2012

ÚPS! Frumsýnt í Tjarnarbíói 1.mars

Þrír dansarar og einn leikari takast á við frægustu gamanleiki allra tíma í þessari bráðskemmtilegu og nýstárlegu sýningu. Tvíburar, bananar, talandi trúður, godzilla, frystikista, kostulegur asni, glundroði og klósettbursti lifna við og kæta leikhúsgesti

Tuesday, 21. February 2012

No Signal

This work is new, relevant, noisy, rude, extreme, frustrating, sad, sexual, serious, quirky, tricksy, 1000 kr., abstract, unexpected, honest, repetitive, just under forty minutes, nostalgic, cliché, a bit dancey, rehearsed, boring, rhythmical, snobby, physical and funny.

Sunday, 19. February 2012

Úthlutað úr sviðslistasjóði

Í launasjóð sviðslistafólks bárust 114 umsóknir, 39 einstaklingsumsóknir og 75 hópumsóknir. Tíu einstaklingum voru veitt samtals 28 mánaðarlaun, 12 sviðslistahópum voru veitt samtals 162 mánaðarlaun.

Saturday, 18. February 2012

Shalala fær hæsta styrkinn

Shalala ehf. fékk hæsta styrkinn við úthlutun mennta- og menningarmálaráðuneytisins til atvinnuleikhópa. Styrkurinn nemur 8,5 milljónum króna og er 200 þúsund krónum hærri en styrkur sem Soðið svið fékk.

Alls fengu ellefu atvinnuleikhópar úthlutað styrkjum vegna verkefna í ár. 74 sóttu um styrki til 85 verkefna, sex umsóknir bárust um langtíma samstarfssamninga og fjórar umsóknir um rekstrarstyrki.

Saturday, 18. February 2012

Vilt þú taka þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2012?

Barnamenningarhátíð verður haldin dagana 17. – 22. apríl næstkomandi. Höfuðborgarstofa hvetur alla sem áhuga hafa á því að efla barnamenningu, hverju nafni sem hún nefnist, að senda inn tillögur að dagskráratriðum fyrir 27. febrúar næstkomandi.

Wednesday, 15. February 2012

Freestyle-danskeppni á Akureyri

Helgina 17-18. Mars verða Primadagar- Danshátíð á Akureyri. Í boði verða mismunandi dansnámskeið um allan bæ sem og Freestyle-danskeppnin PRIMA-BIKARINN laugardaginn 17. Mars kl 18:00. Óskað er eftir keppendum í eftirtalda flokka:

Monday, 13. February 2012

The Lost Ballerina í Lapplandi

Danlistamaðurinn Katla Þórarinsdóttir er stödd í Sodankyla, Lapplandi þar sem hún kennir nútímadans workshop og sirkus akróbat workshop ásamt því að sýna dansverkið sitt The Lost Ballerina.

Dansverkið var frumsýnt í Listasafni Íslands sem hluti af Reykjavík Dancefestival í haust en hefur tekið töluverðum breytingum síðan þá.

Sunday, 12. February 2012

SOLO

Þriðjudaginn 7. febrúar stóð Félag íslenskra listdansara (Fíld) fyrir íslenskri undankeppni fyrir Stora Daldansen sem er norræn/baltnesk sólóballettkeppni haldin árlega í Svíþjóð.

Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni voru Ellen Margrét Bæhrenz 1.sæti, Þórey Birgisdóttir 2.sæti og Karl Friðrik Hjaltason 3.sæti en þau eru öll nemendur við Listdansskóla Íslands.

Saturday, 11. February 2012

Nemendur Klassíska listdansskólans taka yfir Ásmundarsafn

Nemendur Klassíska Listdansskólans túlka í danshreyfingum áhrif listaverka Ásmundar Sveinssonar á sýningunni sem nú stendur yfir í safninu og ber heitið, Frá hugmynd til höggmynda.

Föstudaginn 10. febrúar
kl 19:30 til 20:30

Friday, 10. February 2012

Trinity Laban EU Workshops & Auditions

Trinity Laban Conservatoire of Music and Dance will be holding auditions in 2012 for BA (Hons) Dance Theatre and Postgraduate Diploma Community Dance in Iceland.

Friday, 10. February 2012

Dansnámskeið fyrir 8-10. bekk

Íslenski dansflokkurinn býður nemendum í 8- 10. bekk upp á stutt og skemmtilegt dansnámskeið

Námskeiðið gefur þátttakendum tækifæri til að kynnast nútímadansi frá eigin hendi og geta allir tekið þátt. Námskeiðin eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið tekur einn og hálfan tíma og er kennt af dönsurum úr Íslenska dansflokknum.

Thursday, 9. February 2012

Bryndís dansar í nýju verki hjá MDKollektiv

Bryndís Ragna Brynjólfsdóttir dansari er núna við æfingar hjá MD Kollektiv í Köln. Sýningin ber nafnið "Serenade Me", og verða tvö verk frumsýnd, eftir tvo mismundandi danshöfunda. Georg Reischl og Vivienne Newport.

Monday, 6. February 2012

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir stórvirkið Minus 16

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið Minus 16 þann 4. febrúar næstkomandi á Stóra sviði Borgarleikhússins. Minus 16 er eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin og hefur farið sigurför um heiminn. Þetta er glettið og beinskeitt verk sem brýtur niður múra milli flytjenda og áhorfenda og spannar skalann frá Dean Martin til cha-cha-cha, frá techno poppi til hefðbundinnar þjóðlagatónlistar Ísraela.

Friday, 3. February 2012

Æringur Í Frystiklefanum í Rifi 2012

Nú í ár mun Æringur koma sér fyrir í Frystiklefanum norðanmeginn við Snæfellsnes í sjávarþorpinu Rifi.
Frystiklefinn er leikhús í uppbyggingu sem eitt sinn þjónaði afurðum hafsins en hefur nú fengið upplyftingu og bíður öllum leikhópum, danshópum og listamönnum velkomin til starfa.

Thursday, 2. February 2012

Reykjavík Dance Festival

Dregið hefur til tíðinda hjá Reyjavík Dance Festival og er undirbúningur hátíðarinnar í ár hafinn af fullum krafti. Hátíðin í ár verður haldin í ágúst samhliða leiklistarhátíðinni Lókal og Norrænum Sviðslistadögum.

Wednesday, 1. February 2012

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is