Valgerður í nýju verki eftir Sidi Larbi Cherkaoui

Valgerður Rúnarsdóttir danslistakona hefur nýlega hafið æfingar á nýju dansverki eftir danshöfundinn Sidi Larbi Cherkaoui. Verkið nefnist Puz/zle og verður frumsýnt á Listahátíðinni í Avignon næsta sumar en nú þegar eru fyrirhugaðar sýningar víða um Evrópu allt til loka ársins 2013. Að sýningunni koma 9 dansarar, tónlistamenn, brúðulistamaður, sviðshönnuður, vídeólistamaður o.fl.

Sunday, 29. January 2012

Inntökupróf á Samtímadansbraut LHÍ

Samtímadansbraut leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum nýnema fyrir BA nám í samtímadansi sem hefst haustið 2012. Opnað hefur verið fyrir umsóknir en umsóknarfrestur rennur út 23. mars 2012. Inntökuprófið fer fram dagana 10-11. apríl 2012.

Friday, 27. January 2012

Dansmyndin “Another”

Dansmyndin “Another” eftir Helenu Jónsdóttur og Rene Vilbre er nú sýnd í Slóveníu en Helena fékk líka beiðni frá Arte um framlengingu á birtingarsamningi, en kvikmyndin hefur verið sýnd hjá þeim nú hátt í 6 ár og er enn í sýningu á fjölda hátíða eins og nú í Slóveniu.

Thursday, 26. January 2012

SHALALA og Teach Us To Outgrow Our Madness

Dansflokkur Ernu Ómarsdóttur Shalala heldur áfram ferð sinni með dansverkið Teach Us To Outgrow Our Madness, nú er stefnan tekin til Zurich. Verkið verður sýnt í Gessner Alle leikhúsinu og verða einar tvær sýningar dagana 20. og 21. janúar næstkomandi. En verkið hefur ferðast víða um Evrópu síðan það var frumsýnt fyrir tæpum þremur árum á danshátíðinni Les Antipodes í Brest Frakklandi árið 2009

Monday, 16. January 2012

The European Union National Institutes of Culture Open Call for Proposals

The Silesian Dance Theatre in cooperation with European Union National Institutes of Culture (EUNIC) is seeking emerging, young artists from all over EU with dance works to be presented as part of the European Festival of Contemporary Dance, Bytom and Kraków, July 2nd – July 6th, 2012.

Sunday, 15. January 2012

Lazyblood

Listamannadúettinn, Lazyblood, er skipaður þeim Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannssyni. En Lazyblood mun koma fram í New York mánudaginn 16.janúar næstkomandi á tónleikastaðnum Lit Lounge. Þau tóku einnig nýlega þátt í sviðslistakynningu íslenskra verka í New York sem Leiklistarsamband íslands stóð fyrir.

Friday, 13. January 2012

Morguntímar og námskeið í samtímadansi

Í næstu viku þann (16.-20. janúar) munu morguntímar hefjast á ný hjá Dansverkstæðinu. Það er hún belgíska Eleonore Valre sem mun kenna í tvær vikur. Hún kennir frábæra samtímadans tíma. Tímarnir byrja klukkan 10.00 og eru 1.5 klukkustund. Sama verð og alltaf 1000kr fyrir stakan tíma og 2500kr fyrir vikuna.

Wednesday, 11. January 2012

Líf og fjör á Dansverkstæðinu með Hreyfiþróunarsamsteypunni

Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan vinnur nú að sínu fimmta sviðsverki í fullri lengd. Verkið Úps! er lokaverk í Shakespeare Trílógíu hópsins en frumsýnt verður í Tjarnarbíói byrjun mars.

Tuesday, 10. January 2012

ÁHEYRNAPRUFA 14. JANÚAR 2012

Spiral dansflokkurinn auglýsir eftir skapandi og áhugasömum DÖNSURUM, LEIKURUM, TÓNLISTARFÓLKI, BÚNINGAHÖNNUÐUM OG SVIÐSMYNDAHÖNNUÐUM sem munu vinna í listrænu teymi samhliða danshöfundinum Karen Eide Bøen að nýju verki sem frumsýnt verður í mars 2012.

Sunday, 8. January 2012

Dedication í Berlín

Margrét Sara Guðjónsdóttir sýndi við góðar undirtektir útkomu verks í vinnslu, titlað Dedication, þann 22.desember á Livingroom festivalinu í Berlín. Dedication var einnig sýnt á Reykjavík Dance Festival sem hluti af rannsóknar- og undirbúningsvinnu stærra verks, ,,Variations on Closer”, sem frumsýnt verður haustið 2012.

Saturday, 7. January 2012

ICEHOT Í HELSINKI Í DESEMBER 2012 – TÆKIFÆRI FYRIR DANSLISTAFÓLK

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til að taka þátt í Ice Hot norrænum dansplatformi í Helsinki að ári. Leiklistarsamband Íslands / Kynningarmiðstöð sviðslista er fulltrúi Ice Hot á Íslandi.

Umsóknarfrestur rennur út 31. janúar og er fólk hvatt til að sækja sem fyrst um því umsóknarferlið tekur tíma.

Friday, 6. January 2012

LEIKLISTARSAMBAND ÍSLANDS KYNNIR ÍSLENSKAR SVIÐSLISTIR Í NEW YORK

Leiklistarsamband Íslands, LSI, mun standa fyrir öflugri kynningu á íslenskum sviðlistum í New York um næstu helgi, dagana 7. – 10.janúar. Þrjú íslensk sviðsverk verða sýnd og íslenskar sviðslistir í heild kynntar á stærsta alþjóðlega þingi kaupenda sviðsverka, sem haldið er ár hvert þar í borg.

Thursday, 5. January 2012

Smugumenning – Nýjasta menningarumfjöllunin á netinu

Í rúmt ár hef ég sinnt menningarumfjöllun á vefnum Pressan.is undir nafni Menningarpressunnar. Svæðið hefur verið vinsælt og margir nýtt sér það til að fylgjast með því sem íslenskt lista- og menningarlíf hefur upp á að bjóða. Fyrir rúmri viku komu upp erfið mál á Pressunni og í kjölfar þeirra sá ég mig knúinn að skipta um vettvang fyrir umfjöllun mína. Ég opnaði því nú fyrir helgi nýtt svæði á í tengslum við vefritið Smugan.is undir heitinu Smugumenning

Wednesday, 4. January 2012

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is