Reykjavík Dance Festival auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Reykjavík Dance Festival leitar eftir drífandi og metnaðarfullum einstakling sem hefur áhuga á dansi og sviðslist og reynslu af verkefnastjórn í hlutastarf.

Tuesday, 27. December 2011

ON MISUNDERSTANDING

ÍSLANDSFRUMSÝNING á ON MISUNDERSTANDING eftir Margréti Bjarnadóttur í Kassanum, Þjóðleikhúsinu 28.,29. & 30. desember, kl. 20:00. Fram koma DANI BROWN, MARGRÉT BJARNADÓTTIR og SAGA SIGURÐARDÓTTIR. Leikmynd og búningar ELÍN HANSDÓTTIR

Monday, 19. December 2011

The Lost Ballerina týnist á Ítalíu

Katla Þórarinsdóttir danslistamaður hefur unnið á Ítalíu undanfarina mánuði bæði sem dansari við EgriBianco Danza og við að sýna dansverkið sitt The Lost Ballerina, sem frumsýnt var á Reykjavík Dancefestival í Listasafni Íslands núna í haust.

Thursday, 15. December 2011

Dansleikhúsupplifun í Norræna húsinu

Næstkomandi sunnudagskvöld verður boðið upp á einstaka dansleikhúsupplifun í Norræna húsinu. Sýningin er í höndum norska danslistafólksins Sissel M. Björkli og Erlend Samnöen, auk þeirra kemur fram óperusöngkonan Jorunn Torsheim, en saman hafa þau skapað sýninguna Gisela and Orlando's fantastic account of The Beautiful Helena sem tekst á við fegurðarhugtakið.

Wednesday, 14. December 2011

Jólanámskeið á Akureyri

Dagana 13.-16. og helgina 17.-18. desember mun dansarinn Bára Sigfúsdóttir kenna námskeið fyrir 13-16 ára og 17 ára og eldri í Pointstúdíó á Akureyri.

Námskeiðið er ætlað fyrir nemendur Pointstúdío sem og alla þá sem eru á norðurlandi og hafa einhvern bakgrunn í dansi.

Tuesday, 13. December 2011

Jólasýning grunnskóladeildar Listdansskóla Íslands

Þá er komið að jólasýningu grunnskóladeildar Listdansskóla Íslands og verður hún miðvikudaginn 14.desember klukkan 18 og klukkan 20 í Gamla Bíó. Sýningin nefnist Draumur á aðventu og er lítil falleg saga um strák sem fær óvænta heimsókn á aðventu. Snjókarl vekur hann upp af værum svefni og tekur hann með sér í ævintýraferð.

Monday, 12. December 2011

Berglind Ýr sigurvegari!

Berglind Ýr stóð uppi sem sigurvegari í Dans dans dans. Tilfinningaríkur dans hennar og hæfileikar skiluðu sér greinilega til áhorfenda og færðu henni sigur í keppninni. Verðlaunaféð ætlar hún að nota til að fara á dansnámskeið erlendis og í framhaldsnám í dansi. Hún á framtíðina fyrir sér í dansinum og við óskum henni góðs gengis.

Saturday, 10. December 2011

Íslenski dansflokkurinn á faraldsfæti á nýju ári

Íslenska dansflokknum hefur verið boðið að sýna á APAP Global Performing Arts Marketplace and Conference í New York í byrjun janúar. Flokkurinn mun sýna verkið Kvart eftir Jo Strömgren í hinu virta Gerald W. Lynch leikhúsi en verkið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 22. febrúar 2008.

Thursday, 8. December 2011

Dansflokkurinn Shalala er á farandsfæti

Í síðastliðnum mánuði sýndi Erna Ómarsdóttir verk sitt Teach Us To Outgrow Our Madness, í Köln á danshátíðinni Globalize Cologne og var það opnunarverk hátíðarinnar. Verkið verður einnig sýnt í Hamburg þann 9.desember næstkomandi í leikhúsinu Kampnagel. En verkið hefur ferðast víða um Evrópu síðan það var frumsýnt á danshátíðinni Les Antipodes í Brest Frakklandi árið 2009

Wednesday, 7. December 2011

31 sótti um embætti listdansstjóra

Alls sótti 31 um embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins en umsóknarfrestur rann út 26. nóvember sl.

Tuesday, 6. December 2011

Movement of Kites/ hreyfingar flugdreka í hafnarhúsinu

Síðastliðinn föstudag sýndi Sigríður Soffía Níelsdóttir dansgjörninginn Hreyfingar flugdreka í D- sal Hafnarhússins en viðburðurinn er hluti af sýningu Bjarkar Viggósdóttur, Flugdrekar. Sigríður samdi dansinn sérstaklega fyrir sýninguna, en verkið fjallar um höft og strengi með tilvísunum í bardagalistina.

Monday, 5. December 2011

Hátíðarsýningin Sleði frumsýndur á aðfangadagskvöld

Danshópurinn Egg og Beikon samanstendur af þeim Berglindi Pétursdóttur og Ásrúnu Magnúsdóttur en þær útskrifuðust báðar af samtímadansbraut Listaháskólans síðastliðið vor. Þær eru báðar stofnmeðlimir danshópsins HNOÐ og hafa undanfarið starfað undir hatti Sviðslistahópsins Litlar og nettar.

Sunday, 4. December 2011

Hreyfiþróunarsamsteypan í útlöndum

Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan er nýkomin heim úr vel heppnaðri vinnuferð til Danmerkur 2.-9. nóvember síðastliðinn.
Vinnuferðin var samstarfsverkefni Samsteypunnar og Laboratoriet vinnustofunnar í Árósum sem gefur sjálfstæðum leikhópum og listamönnum tækifæri til að rannsaka og þróa nýjar aðferðir við vinnu sína.

Friday, 2. December 2011

Stútfull danshelgi framundan hjá dansaranum Unni Elísabetu Gunnarsdóttur

Næstkomandi fimmtudag mun Unnur frumsýna dansverkið Á í Norðurpólnum. Þá mun hún einnig keppa í sjónvarpsþættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið og því standa nú yfir stífar æfingar hjá henni fyrir bæði verkefnin.

Thursday, 1. December 2011

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is