Dansveisla Up-North Project í desember

Þann 19. desember og 20. desember kl.20.00 sýnir Up North Project tvö ný dansverk í Gaflaraleikhúsinu. Up-North Project er danslistaverkefni sem hlaut nýverið styrk frá Norsk-íslenska menningarsjóðnum. Verkefnið er samstarfsverkefni Auðar Ragnarsdóttur, Emelíu Antonsdóttir Crivello og Lilju Bjarkar Haraldsdóttur.

Wednesday, 30. November 2011

Íslenskur dansari með Peeping Tom

Dansarinn Ásgeir Helgi Magnússon er um þessar mundir á 2 vikna sýningarferðalagi um Frakkland, Spán og Slóveníu með belgíska dansflokknum Peeping Tom. Ásgeir tók að sér hlutverk í dansleikhúsverkinu A Louer í stað dansara sem er frá vegna meiðsla. Verkið var frumsýnt um miðjan október í KVS leikhúsinu í Brussel og hlaut einróma lof gagnrýnenda.

Monday, 28. November 2011

Vilt þú vera Gestalistamaður Reykjavík Dance Festival og Dansverkstæðisins 2012?

Auglýst er eftir hugmyndum að verkum sem frumsýnd verða á RDF 2012. Tveir danshöfundar/hópar verða fyrir valinu og munu þeir sinna hlutverki Gestalistamanna RDF og DV 2012. RDF og DV munu styrkja Gestalistamennina með styrk og öðrum stuðningi á meðan á sköpunarferlinu stendur. Styrkurinn verður m.a. í formi æfingaaðstöðu, stuðnings í listræna ferlinu, aðstoð við umsóknir og við sköpun tengslanets við útlönd.

Saturday, 26. November 2011

Haustsýning Listdansskóla Íslands

Hin árlega haustsýning framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands verður í Austurbæ í ár og er lofað ósvikinni skemmtun. Dansatriðin eru fjölbreytt, skemmtileg og við allra hæfi. Sýningin er opin öllum sem hafa gaman af því að horfa á góðan dans. Miðaverð aðeins 2000 kr. Tveir fyrir einn gegn framvísun danskortisins og ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

Friday, 25. November 2011

Á - nýtt dansverk

Dansverkið Á, eftir Valgerði Rúnarsdóttur verður frumsýnt í Norðurpólnum þann 1.desember næstkomandi. Dansarar eru þær Snædís Lilja Ingadóttir, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir en tónlist er í höndum Þorgríms Andra Einarssonar. Sýningarnar verða þrjár talsins og munu fara fram dagana 1sta, 2an og 4ða desember kl:20:00.

Thursday, 24. November 2011

Dans Dans Dans

Útsendingar á Dans Dans Dans hófustu þann 29. október síðastliðinn. Fjórði þátturinn verður sýndur laugardaginn, 19. nóvember.

Smellið hér til að sjá kynningarþátt um keppendurna.

Friday, 18. November 2011

Sigríður tvíburi í tveimur verkum

Dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir dansar og syngur í þremur verkum sem sýnd eru í Evrópu nú í nóvember.

Hún dansar í óperunni Red Waters eftir Lady & Bird og Teach us to outgrow our madness og We saw monsters eftir Ernu Ómarsdóttur. Sigríður fer með hlutverk tvíbura í Red Waters og We saw monsters.

Wednesday, 16. November 2011

Spiral Youth Dance Company

This year Spiral was taken over by new manager Ragna Sveinsdóttir and artistic directors Brogan Davison and Emelía Antonsdóttir Crivello. The group is now based at the Reykjavík Dance Atelier with eleven new members where they collaborated to make its first piece, which was premiered at Unglist Festival this November.

Monday, 14. November 2011

Vilt þú vera Gestalistamaður Reykjavík Dance Festival og Dansverkstæðisins 2012?

Reykjavík Dance Festival og Dansverkstæðið auglýsa eftir Gestalistamönnum fyrir árið 2012.
Auglýst er eftir hugmyndum að verkum sem frumsýnd verða á RDF 2012. Tveir danshöfundar/hópar verða fyrir valinu og munu þeir sinna hlutverki Gestalistamanna RDF og DV 2012. RDF og DV munu styrkja Gestalistamennina með styrk og öðrum stuðningi á meðan á sköpunarferlinu stendur.

Thursday, 10. November 2011

Opinn dagur á laugardaginn í LHI

Laugardaginn 12. nóvember næstkomandi verður Opinn dagur í Listaháskóla Íslands, í húsnæði skólans við Laugarnesveg 91 kl. 11 – 16. Áhugasömum er boðið að koma í skólann og kynnast starfsemi hans. Þennan dag verða nemendur og kennarar til viðtals og upplýsingagjafar og til sýnis verða inntökumöppur og kynningar á inntökuferli, verkstæðum og aðstöðu skólans.

Wednesday, 9. November 2011

Katla Þórarinsdóttir dansar á Ítalíu

Katla Þórarinsdóttir dansar með Compagnia EgriBiancoDanza í Torino á Ítalíu á þessu sýningartímabili. Flokkurinn hefur mörg verk á sýningarskrá sinni og eru flest þeirra samin af listrænum stjórnanda flokksins Raphael Bianco. Á sýningarskrá vetrarins er verkið Le Sacra sem Katla dansar í, og er það nýsköpun Raphaels við tónverkið Rite of Spring eftir Stravinsky

Tuesday, 8. November 2011

Heimsóknatími í Gaflaraleikhúsinu

Verkið "Heimsóknatími" verður frumsýnt 16.nóv í Gaflaraleikhúsinu klukkan 20.00, aðeins 1 sýning. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir samdi verkið í samvinnu við útskriftarnemendur Listdansskóla Íslands.

Monday, 7. November 2011

„Dansinn er heimur tilfinninga“

„Dansinn er heimur tilfinninga og allir geta lesið sína eigin sögu í gegnum listformið. Þannig geta tveir einstaklingar lesið gerólíka túlkun út úr sama verkinu og það gerir dansinn að svo hrífandi formi.“

Sunday, 6. November 2011

Sýningar að hefjast á „Svaninum“ í Tjarnarbíói.

Vegna fjölda áskorana mun Íslenski dansflokkurinn sýna „Svaninn“ aftur. „Svanurinn“ er fallegur og rómantískur dúett eftir Láru Stefánsdóttur. Verkið er tilvalin fjölskylduskemmtun og er rúmar 20 mínútur að lengd. „Svanurinn“ var frumsýndur í október 2008 og fékk verkið þá frábæra dóma hjá gagnrýnendum

Saturday, 5. November 2011

Lokasýning á „Fullkominn dagur til drauma“.

Sýning Íslenska dansflokksins „Fullkominn dagur til drauma“ hefur verið vel tekið og eru gagnrýnendur sammála um að flokkurinn hafi sjaldan verið eins góður. Verkið var frumsýnt 30. september og hefur verið til sýninga allan október að undanskildu hléi þegar flokkurinn fór til Þýskalands til að sýna „Transaquania – Into thin air“ í tengslum við Bókasýninguna í Frankfurt. Lokasýning á „Fullkominn dagur til drauma“ er n.k. sunnudag 6. nóvember.

Friday, 4. November 2011

Dansarar framtíðarinnar sýna listir sínar á 20 ára afmælishátíð Unglistar

Unglist listahátíð ungs fólks er nú haldin í 20 sinn. Dagskrá hátíðarinnar er sérlega glæsileg á þessu afmælisári. Þar sem ungt og upprennandi listafólk spreytir sig og gefur okkur tækifæri á að fylgjast með þeirra listsköpun.

Ár hvert er eitt kvöld á Unglist tileinkað dansinum, þar sem ungir dansarar landsins stíga á stokk og sýna okkur þá fjölbreytni sem býr í dansinum á Íslandi.

Thursday, 3. November 2011

Green room project 8 hluti @ Dance Festival Barents Noregur.

Helena Jónsdóttir leikstjóri/höfundur og Snædís Lilja Ingadóttir dansari/leikkona í samvinnu við norska listamenn frumsýna Green room part 8 – Performance installation (40 min). Frumsýning 12 Nóvember 2011

Green Room er sviðsverk - með aðdraganda í 16 lögum.
Hér er á ferðinni margreynt fólk úr heimi íslensks atvinnuleikhúss, dansleikhúss, kvikmynda, tónlistar, hönnunar og framleiðslu,

Wednesday, 2. November 2011

F.Í.L.D. félögum boðið að læra barokkdansa

Nokkrir fyrrum dansarar í Íslenska dansflokknum koma sama einu sinni í viku og dansa saman barokkdansa. Barokkdansarnir eru frá upphafstíma klassíska ballettsins og gaman að sjá hvað þessi spor okkar eru gömul en hafa auðvitað tekið breytingum í tímans rás. Nú ætlum við að bjóða F.Í.L.D. félögum að koma og dansa með okkur. Æft er á þriðjudögum kl. 20.05 á Engjateig 1, í það minnsta í bili, í ca. klukkutíma og kortér.

Tuesday, 1. November 2011

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is