ÞÚ SKALT EKKI LISTAR NJÓTA!

1.nóvember ætla listamenn á Íslandi að halda "listalausan dag" þar sem almenningur er hvattur til þess að taka fullan þátt og njóta ekki lista þann daginn. Gefin hafa verið út 15 boðorð sem sjá má hér að neðan og er fólk vinsamlegast beðið um að hafa þau í heiðri. Með uppátækinu vilja listamenn sýna fram á gildi listanna og hversu mikil áhrif þær hafa í okkar daglega lífi...

Monday, 31. October 2011

Steinunn og Brian

Steinunn og Brian eru stödd í vinnustofu í Gautaborg þessa dagana þar sem þau vinna að nýjasta verkinu sínu sem hefur fengið vinnutitilinn „THE BODIES“. Þau munu dvelja í Gautaborg í þrjár vikur í vinnustofunni sem er á vegum Atalante leikhússins, Danskontoret, Göteborgs Dans och Teater Festival, Atalante, DanscentrumVäst og Dansbyrån.

Sunday, 30. October 2011

Fullkominn dagur til drauma - Lokasýningar 30/10 og 6/11

Eins og allir dansunnendur vita þá er Íslenski dansflokkurinn með verkið Fullkominn dagur til drauma eftir Anton Lachky til sýninga í Borgarleikhúsinu.

Við viljum vekja athygli á að aðeins eru tvær sýningar eftir og því síðustu forvöð að tryggja sér miða sem og Danskort Íslenska dansflokksins. Danskortið veitir 40% afslátt á sýningar flokksins og er því góð kjarabót fyrir listunnendur.

Saturday, 29. October 2011

Dansað á hálendi Íslands

Nú fer hver að verða síðastur að sjá kvikmyndina Á annan veg í kvikmyndahúsum hérlendis. Fyrir dansaðdáendur er gaman frá því að segja að Valgerður Rúnarsdóttir dansari og danshöfundur aðstoðaði við dansatriði í myndinni sem hlotið hefur töluverða eftirtekt auk þess sem hún fer einnig með lítið hlutverk í henni.

Friday, 28. October 2011

Opinn tími á dansbraut

Katalónski danshöfundurinn Roberto Olivan hefur verið gestakennari á dansbraut LHÍ í október mánuði.

Roberto kennir 2. árs nemendum dansbrautar tækni á morgnana og skapandi ferli eftir hádegi alla daga vikunnar út októbermánuð. Í skapandi ferli reynir á ímyndunarafl nemendanna og eru þeir meðal annars virkjaðir í spuna.

Thursday, 27. October 2011

Dans dans dans

Útsendingar á Dans Dans Dans hefjast 29. október næstkomandi. Þá verður sýnt frá áheyrnaprufum sem fram fóru í Laugardalshöll helgina 1.-2. október. Fjölmargir dansarar tóku þátt og voru atriðin fjölbreytileg og sýndu mikla breidd er innan danslistarinnar. 30 atriði voru valin til þátttöku og deilast þau niður á fimm laugardaga, sex atriði hvert kvöld.

Thursday, 27. October 2011

Dans - Tónlist - Opin æfing

Danshópurinn Raven hefur síðastliðnar fjórar vikur unnið í samstarfi við Sonja Heller (Berlín), Sonja er dansari og danshöfundur sem sérhæfir sig í Butoh.

Butoh er form nútímadansleikhús sem kviknaði árið 1959 með japönsku listamönnunum Tatsumi Hijikata og Kazuo Ohno. Til að gera ómeðvitaðað ferli sýnilegt, til að færa sál þína upp á yfirborðið, til að sýna myrkrið, til að sýna stórbrotnar hliðar mannskepnunar og eins mikið af fegurð hennar og mögulegt er

Wednesday, 26. October 2011

SÉRSTAKT TILBOÐ Á SÖNGLEIKINN HREKKJUSVÍN Í GAMLA BÍÓI!

2 miðar fyrir 1 gegn framvísun danskortsins á næstu tvær sýningar:
Föst. 28. okt. og laug. 5. nóv. kl 20.00 !
Miðapöntun á midasala@gamlabio.is

Glænýr íslenskur gamansöngleikur lítur nú dagsins ljós byggður á hinni sívinsælu hljómplötu Lög unga fólksins frá 1977 með hljómsveitinni Hrekkjusvín um lífshlaup stórhuga Íslendings.

Tuesday, 25. October 2011

Steinunn og Brian vinna að nýju verki

Steinunn og Brian eru stödd í vinnustofu í Gautaborg þessa dagana þar sem þau vinna að nýjasta verkinu sínu sem hefur fengið vinnutitilinn „THE BODIES“. Þau eru að hefja sköpunarferli verksins þar í bæ og munu vera með sýningu á verkinu í vinnslu í lok vinnustofunnar. Framundan eru fleiri vinnustofur bæði hér á landi sem og erlendis. Í febrúar halda þau til Montana USA þar sem þau halda ferlinu áfram. Verkið verður frumsýnt haustið 2012.

Monday, 24. October 2011

FILD boðar til félagsfundar

FILD boðar til félagsfundar sunnudaginn 23.október kl 14-16

Dagskrá fundar verður sú sama og á áður boðuðum fundi:

Friday, 21. October 2011

Klúbburinn sýndur aftur

Dansleikhúsverkið Klúbburinn verður tekinn upp að nýju í Borgarleikhúsinu og verður frumsýndur á ný föstudaginn 21.október.

Klúbburinn var frumsýndur á Listahátíð í Reykjavík í vor og voru gagnrýnendur hrifnir.

Thursday, 20. October 2011

Talibam í Dansverkstæðinu

Fimmtudaginn 20. október verður hljómsveitin Talibam! með tóngjörning á Dansverkstæðinu í tengslum við upptöku á nýjasta myndbandi þeirra.

Talibam! var stofnað árið 2003 af Kevin Shea og Matt Mottel þeir hafa fengið mikið lof fyrir frumlega nálgun sína á formið og fjallað hefur verið um þá í tímaritum á borð við Vice Magazine, The Wire, Pitchfork, The Village Voice, Blow Up, Drowned in Sound og Tinymixtapes.

Wednesday, 19. October 2011

Dansnámskeið fyrir 10. bekkinga

Íslenski dansflokkurinn býður nemendum 10. bekk upp á stutt og skemmtilegt dansnámskeið

Námskeiðið gefur þátttakendum tækifæri til að kynnast nútímadansi frá eigin hendi og geta allir tekið þátt. Námskeiðin eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið tekur einn og hálfan tíma og er kennt af dönsurum úr Íslenska dansflokknum.

Tuesday, 18. October 2011

SKAGI Dans Viðburður

SKAGI Dance Event is choreographed, produced and performed by Andrea RC Kasper along with three students, Sigurlaug Máney Haliðadóttir, Sigurbjörg Katla Valdimarsdóttir and Guðrún Anna Halldórdóttir.

The evening explores isolation, loneliness and being alone. The event begins with a collaborative film, "Peninsula", between dancer and film maker Rebecca Levy from the US and Andrea RC Kasper in Skagaströnd, followed by a live performance.

Sunday, 16. October 2011

Íslenski Dansflokkurinn í Frankfurt

Íslenski Dansflokkurinn mun gera hlé á sýningunni Fullkominn dagur til drauma og sýna verkið Transaquania - Into Thin Air í Mousonturm í Frankfurt þann 14. og 15 október. Næsta sýning á verkinu Fullkominn dagur til drauma er 23. október.
Transaquania - Into Thin Air er einn af fjölmörgum viðburðum tengdum Íslandi á Bókasýningunni í Frankfurt, en Sagenhaftes Island – Sögueyjan Ísland, er heiðursgestur hátíðarinnar.

Friday, 14. October 2011

Vinnur með virtum danshöfundi

Valgerður Rúnarsdóttir, dansari og danshöfundur, hefur undanfarin fjögur ár unnið með belgíska danshöfundinum Sidi Larbi Cherkaoui en hann þykir einn sá virtasti í sínu fagi og er ákaflega eftirsóttur í leikhúsum og hjá listamönnum úti um allan heim. Valgerður hefur ferðast um allar trissur með Cherkaoui og nú hefur samstarf þeirra leitt þau til London fyrir kvikmyndina Önnu Karenínu sem skartar Jude Law og Keiru Knightley í aðalhlutverkum en eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni leikur Hera Hilmarsdóttir einnig í myndinni.

Tuesday, 11. October 2011

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is