Transmogrification í Slóveníu

Listamaðurinn Hrafnhildur Benediktsdóttir flytur næstkomandi miðvikudag sóló-verk sitt, á opnunarkvöldi Spellbound sýningarinnar í Gallery Škuc í Ljubljana í Slóveníu. Sýningin er leikur aðalhlutverk í hinni árlegu listahátíð þar á bæ, City of Women. Á hátíðinni koma fram um 60 listamenn og –konur, víðsvegar að úr heiminum. Hópurinn á það sammerkt að vinna innan sviðslistaformsins í sinni víðustu mynd.

Friday, 30. September 2011

„Fullkominn dagur til drauma“

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið „Fullkominn dagur til drauma“ föstudaginn 30. september næstkomandi.
Verkið er eftir Slóvakann Anton Lachky sem er stofnandi og meðlimur danshópsins Les Slovaks. Danshópurinn er skipaður fimm karldönsurum frá Slóvakíu og er talinn einn af fremstu danshópum Evrópu í dag. Les Slovaks sýndu verki sitt „Opening Night“ í vor á Listahátíð í Reykjavík.

Wednesday, 28. September 2011

Svartur Hundur Prestsins frumsýnt!

Verkið Svartur Hundur Prestsins var frumsýnt laugardaginn 17. september síðastliðinn í Þjóðleikhúsinu. Stemningin meðal áhorfenda og í leikhópnum var frábær á þessari fyrstu sýningu og hlógu áhorfendur dátt alla sýninguna. Í lokin fögnuðu þeir svo listamönnunum öllum með standandi uppklappi og stappi.

Saturday, 24. September 2011

Dans dans dans

RÚV og Sagafilm hleypa af stokkunum nýrri íslenskri dansþáttaröð, Dans, dans, dans, sem er opin öllum 16 ára og eldri (16 ára á árinu). Pör, einstaklingar og danshópar (hámark 10 manns í hópi) eru hvattir til að taka þátt og spreyta sig. Keppendur geta valið sér allar tegundir af dansi til að sýna., s.s. samkvæmisdansa , ballett, stepp, nútímadans, streetdance, og allt þar á milli.

Friday, 23. September 2011

Pina á RIFF í 3D

Dansinn mun duna á Reykjavík International Film Festival í ár þegar áhorfendum verður boðið í stórbrotna uppgötvunarferð um víddir leiksviðsins í dansmyndinni PINA. Myndin fylgir hinum goðsagnakennda dansflokki Pinu Bausch upp á svið og út fyrir leikhúsið, um borgina og iðnaðarlandslagið Wuppertal sem var starfsvettvangur og heimili Pinu í 35 ár.

Tuesday, 20. September 2011

Guðrún Svava á samning í New York

Guðrún Svava Kristinsdóttir hefur komist á nemendasamning hjá Graham II dansflokknum í New York. Flokkurinn er yngri armur Martha Graham dansflokksins og eru tólf ungir dansarar valdir á hverju ári af mörg hundruð til að starfa í honum. Þessa stundina æfir Guðrún verkið "Steps in the street" eftir Mörthu Graham en verkið verður frumsýnt í október.

Sunday, 18. September 2011

Áheyrnaprufa hjá Spiral dansflokknum 2011

Haldnar verða áheyrnaprufur fyrir hverja önn en sú fyrsta verður laugardaginn 17. september frá kl 13:00 til 15:00 í Dansverkstæðinu, Skúlagata 28, 101 Reykjavík.

Sótt er um á heimsíðu flokksins www.spiral.is eða umsóknir sendar á Rögnu Sveinsdóttur: ragna@spiral.is eða Brogan Davison: brogan@spiral.is

Thursday, 15. September 2011

Nú nú

Verkið Nú Nú verður sýnt á Reykjavík Dance Festival, fimmtudaginn 8. september kl 12:15 og laugardaginn 10. september kl 17:00 í Listasafni Reykjavíkur.

Kona vatt sér upp að mér og sagði: Ég var í París um daginn og mig dreymdi þig. Þetta var mjög undarlegur draumur, það var eins og við flytum um og ég sá ótrúlega dularfullt stórt form, marglitt….

Friday, 9. September 2011

The Lost Ballerina

The Lost Ballerina er hugarsmíð þriggja listamanna sem koma frá ólíkum listgreinum en hafa sömu sýn og markmið varðandi listir. Hugmyndin að verkefninu kviknaði einn kaldan desember dag á Íslandi þegar sólar naut aðeins í nokkra klukkutíma. Listamennirnir sköpuðu sögu, innblásnir af því einstaka andrúmslofti sem skapast við það að vera einangraður, einmana og týndur. Útkoman varð ljósmyndasería sem er fyrsti hluti verksins og innblásturinn að dansverkinu.

Thursday, 8. September 2011

" > a flock of us > " í Hafnarhúsinu

It’s about me,
It’s about you,
And how together we form the “us” without knowing.
The chase after the idea of perfect freedom, by becoming something else, had played it´s trick on us…
We wanted to fly to reach perfection, only to land back in our own skin.
How we started this journey and the way we are now is not the same.

Wednesday, 7. September 2011

Námskeið með Mechtild Tellmann

Sunnudaginn 11. september næstkomandi verður haldið námskeið með menningarstjórnandanum Mechtild Tellman frá Þýskalandi á vegum Reykjavík Dance Festival. Námskeið er hugsað fyrir sjálfstætt starfandi sviðslistamenn og hópa.

Wednesday, 7. September 2011

Dedication á Reykjavík Dance Festival

ýningin Dedication leitast við að tengja saman manneskjuna á sviðinu og áhorfandann þannig að úr verði sterk sameiginleg upplifun. Athyglinni er beint að hinni sérstæðu orku sem myndast þegar fólk gefur sig einbeitingunni á vald. Tjáningin felst í formi, hljóði og sviðsframkomu.

Tuesday, 6. September 2011

Heilaryk

Hugmyndir leiða af sér hugsanir sem sáldrast eins og frjó í vindi hugrenninganna er þyrlast upp í óorðinni fortíð.

Heilaryk verður sýnt á Reykjavík Dance Festival miðvikudaginn 7.september kl. 19:00 og fimmtudaginn 8. september kl. 19:00 í Tjarnarbíói. Hægt er að nálgast miða á midi.is eða í síma 5272100.

Monday, 5. September 2011

Íslensk dansstuttmynd frumsýnd á Reykjavík Dance Festival

Dansstuttmyndin Gibbla verður frumsýnd í Bíó Paradís mánudagskvöldið 5.september næstkomandi. Verkið er hluti af Reykjavík Dance Festival en hátíðin fer fram dagana 5. – 11. september.

Gibbla er mynd eftir Þóru Hilmarsdóttur í samstarfi við Darí Darí dance company.

Sunday, 4. September 2011

Belinda og Gyða

eru dramatískar, glæsilegar og flóknar skepnur.
Ljósar yfirlitum, holdugar, loðnar og gljáandi.
Þær eru villtar með tígulegan limaburð og langan háls.
Þægar en óútreiknanlegar, varar um sig og gáfaðar.
Tillitsamar, kærleiksríkar og kynæsandi.
Þær eru hraustar, frjóar og geðþekkar gyðjur.

Saturday, 3. September 2011

What a feeling!

Í stöðugri leit að nýjum aðferðum við að skapa dans og með það í huga að ekkert er nýtt undir sólinni og allt hefur áður verið gert ákváðum við að nýta okkur hið hefðbunda og endurvinna það í von um að hið einstaka brjótist fram. Við í Samsuðunni & co. teljum að tími kaldhæðninnar sé liðinn og að einlægnin sé mál málanna. Þess vegna fengum við þrjá frábæra danshöfunda og dansara til liðs við okkur og mun hver og einn sýna „uppáhalds“ dansinn sinn sem er hannaður af Samsuðunni & co.

Friday, 2. September 2011

Vorblótið

Vorblótið er hluti af Reykjavík Dance Festival en hátíðin fer fram 5. - 11. september næstkomandi. Verkið verður sýnt föstudaginn 9. september og laugardaginn 10. september klukkan 20:30 - 22:00 í Tjarnarbíói.

Hvar liggur okkar arfleifð? Við værum ekki hér í dag ef ekki væri fyrir svita og tár eldri kynslóða.

Thursday, 1. September 2011

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is