Club 0.569413…

Club 0.569413… á sér tilvist í óendanlegu rými. Andrúmsloftið fraus snemma á áttunda áratugnum og allt sem var í klúbbnum á þessum tíma, er þar enn þann dag í dag. Utanaðkomandi áhrif og breytingar í umhverfinu ákveða tilveru þess á meðan flytjendurnir geta ekki tekið sjálfir ákvarðanir um hvernig þeir skuli bregðast við. Þeir eru stöðugt í föstu ástandi og falla úr einu ástandi yfir í annað.

Wednesday, 31. August 2011

Retrograde

Verkið Retrograde verður sýnt á Reykjavík Dance Festival 9. og 10. september næstkomandi. Verkið fylgir tilraunum tveggja einstaklinga til að fóta sig við ókunnar aðstæður og takast á við heiminn eftir að honum hefur verið umturnað. Þeir bjástra við að finna sér fótfestu, reyna að átta sig á því hvar þeir standa í tilveru sem hefur riðlast svo mikið að ekkert er kunnuglegt lengur.

Tuesday, 30. August 2011

John the Houseband - Tripping North

Sviðslistahópurinn John the Houseband vinnur nú að sínu þriðja tónleikaverki sem ber heitið Tripping North.

Tripping North byggir á gömlum norrænum þjóðlögum, blandað saman við líkamstjáningu og raddheim nútímans. Hópur sex dansara og danshöfunda frá norður, suður og mið Evrópu sem skipa John the Houseband syngur dansverk og dansar tónleika.

Monday, 29. August 2011

Tanz á Reykjavík Dance Festival

TANZ samanstendur af fjórum dönsurum, þeim Ásrúnu Magnúsdóttur, Berglindi Pétursdóttur, Köru Hergils, Maríu Þórdísi Ólafsdóttur og einum dramatúrg, Aude Busson. Allar útskrifuðust þær frá Listaháskóla Íslands nú í vor. Þeim til fulltingis er tónlistarmaðurinn Þorbjörn G. Kolbrúnarson sem er menntaður tónsmiður

Saturday, 27. August 2011

Cosas

Cosas þýðir ‘hlutir’ á spænsku.
Cosas er samansafn hluta.
Cosas er klippimynd.
Cosas reynir að setja nærri því allt í samhengi við nærri því allt.
Cosas reynir að segja allt í einu.

Thursday, 25. August 2011

Vinnustofa með Iñaki Azpillaga á Reykjavík Dance Festival 5. - 11. september 2011

Einn fremsti kennari í samtímadansi heldur námskeið á Íslandi!
Iñaki Azpillaga er dansari og danskennari sem er búsettur í Brussel. Hann kennir reglulega tíma hjá dansflokkum og heldur einnig námskeið um alla Evrópu. Hann hefur unnið með Wim Vandekeybus í fjölmörgum uppsetningum og sýningum, meðal annars sem dansari og nýlega að NieuwZwart (09), Radical Wrong (11) og Oedipus/Bet Noir (11). Auk þess hefur hann starfað með Mathilde Monnier og að fjölda annara sýninga.

Wednesday, 24. August 2011

Keren Rosenberg frá Ísrael 24. ágúst - 2. september!

Keren útskrifaðist frá The Academy of the Kibbutz Dance Company, Israel. Hún hefur unnið með dansflokkum í Ísrael, líkt og Fresco, stýrt af Yoram Carmi, Ido Tadmor Company, stýrt af Ido Tadmor og Tami, stýrt af Nimrod Freed. Árið 2008 flutti hún til Hollands þar sem hún hóf störf sem dansari og aðstoðardanshöfundur hjá de KISS moves.

Sunday, 21. August 2011

LAUSAR STÖÐUR VIÐ BRYN BALLETT AKADEMÍUNA

Við Bryn Ballett Akademíuna eru eftirfarandi kennarastöður lausar til umsóknar frá 17. ágúst 2011.

Klassískur ballett – stundakennari Nútímalistdans – stundakennari

Æskilegt er að viðkomandi hafi réttindi sem framhaldsskólakennari. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af því að umgangast og kenna ungmennum á grunnskóla - og framhaldsskólaaldri.

Thursday, 18. August 2011

Dagana 22. - 25. ágúst fer fram námskeið í The Franklin Method.

Viltu bæta líkamlega færni þína? Það skiptir máli að nota líkamann rétt.
Þú hefur heyrt margt úr heimi líkamsræktar-lækninga og nú kynnum við “Franklin Method”.
Vertu með og upplifðu hvernig sú aðferðarfræði um hreyfingu mannslíkamans getur bætt þína daglegu hreyfingu/hreyfigetu og tilfinningu fyrir líkama þínum.

Monday, 15. August 2011

Verk Margrétar Söru sýnt víða um Evrópu

Verkið „Soft Target“ eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur/Panic Productions sem frumsýnt var í Listasafni Reykjavíkur á Reykjavík Dans festivalinu á síðasta ári verður sýnt á Sommer.bar á Tanz im August dansfestivalinu í Berlín þann 27.ágúst næstkomandi. Verkið hefur verið sýnt við góðar undritekktir í Þýskalandi og Hollandi og eru frekari sýningar fyrirhugaðar í Frakklandi, Belgíu, Noregi og Svíþjóð.

Saturday, 13. August 2011

KYRRJA – íslenskt dansverk eftir Ragnheiði Bjarnarson

Eindans Ragnheiðar Bjarnarson sem sýndur var á Listahátíðinni Jónsvöku seinasta sumar verður ný endurflutt á Ísafirði sem hluti af Act Alone hátíðinni. Verkið sem tekur á baráttu milli góðs og ills í ævintýrum á nýstárlegan máta og vakti mikla athygli í fyrra, sér í lagi fyrir að klæða áhorfendur einnig í búninga.

Thursday, 11. August 2011

Morguntímar í Graham tækni 8. - 19. ágúst!

Það er Guðrún Svava Kristinsdóttir, nemandi við Martha Graham School of Contemporary Dance, sem mun leiða tímana. Hún mun ljúka námi frá skólanum nú um áramótin.

Tímarnir verða í Dansverkstæðinu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá klukkan 09:00 - 10:00.

Sunday, 7. August 2011

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is